Gleðilegt nýtt ár!
Kærar þakkir fyrir það liðna með bestu kveðjum frá okkur í Hlíðinni.
Árið 2024 var skrítið ár og best man ég eftir því að það kom ekkert sumar.
Með því að renna í gegnum myndirnar í símanum mínum rifjaðist upp ýmislegt.
Ég ætla að deila með ykkur nokkrum minningum svona af handahófi.
Staðreyndir, mannlíf og allt hitt hér í langri færslu.
Hér kemur fyrsti hluti.
![](/fs/ed994ef4-ad8a-47b0-9515-a8fe79a38121_MS.jpg) |
Þessi mynd sýnir sumarið 2024...............................
![](/fs/30885c69-c757-4060-be7d-3bf70a3c53a4_MS.jpg) |
Við spáðum í virkjun....................
![](/fs/5452db19-4802-4f97-b565-a2d1c06e247a_MS.jpg) |
En þá fór stóðhestagirðingin á flot.
![](/fs/88791ff7-8134-42ab-876e-c2e627625b85_MS.jpg) |
Þá var byrjað að bora ................................. og erum alls ekki hætt.
Einn bjartsýnn hinir efins....................
|
![](/fs/de74e79a-1a0d-47e5-bcba-3bc8c409f373_MS.jpg) |
Náttúruperlur eru mismunandi..................við erum jú í ferðaþjónustu.
![](/fs/f7dc475e-25ee-4c08-b357-eb90abc2039e_MS.jpg) |
Við erum endalaust þakklát fyrir alla góðu gestina okkar þetta árið.
![](/fs/4dad7987-5daf-443d-b373-de8c9ab46dda_MS.jpg) |
Alltaf gaman að fá svona frá gestunum.
|
![](/fs/18c2db5e-e7e3-4c07-81b4-5d2b55e942d2_MS.jpg) |
En dagarnir sem að voru svona........................ þeir voru fáir í sumar sem leið.
|
|
![](/fs/63176ca1-982a-4541-861c-d0049467a55b_MS.jpg) |
Meira að segja vatnið fór á kaf....................allavega stráin á bakkanum.
|
|
|
|
|
![](/fs/d4b4dab2-1558-48ff-8b11-0ea3ead2f2f6_MS.jpg) |
Svo var bara allt í einu komið haust.
![](/fs/3fd77bbc-f2de-48c0-ac3e-8771a819a045_MS.jpg) |
En við náðum að bera á og grasið spratt...................
|
![](/fs/805ad902-b187-4f0c-b5e4-d9a257315d25_MS.jpg) |
Rúllurnar...................þær eru margar blautar.
|
![](/fs/583aac46-6c9a-4e3a-9fe8-55cf4af9d71b_MS.jpg) |
Þessir þurftu regnbuxur til að merkja rúllurnar það segir sitt.
![](/fs/f5f0a4aa-75bd-41bf-884e-1aa311b27313_MS.jpg) |
Mig grunar að þessir feðgar verði ekki áhugasamir um að leggja sig svona í næsta sauðburði.
|
![](/fs/3233e312-c52d-4aa5-9429-31919daa72d2_MS.jpg) |
Frúin fór á afmælishátíð Félags tamningamanna og fékk þessa fínu viðurkenningu.
Alltaf gaman að fá svona og rifja upp skemmtilega tíma frá viðburðaríkri formannstíð.
![](/fs/6f1e31ba-6dba-426d-b60a-8d00ac5e4a03_MS.jpg) |
Eins og gerst hafi í gær.
|
|
Það var gaman að hitta höfðingjann Pétur Behrens vin minn.
Félag tamningamanna á honum mikið að þakka og oft leitaði ég til hans í minni tíð.
![](/fs/5b351e11-d94b-42cc-9ec8-ddb687099b55_MS.jpg) |
Þá rifjaðist upp fyrir mér hvað það var gaman að fá Þotuskjöldinn hjá Hestamannafélaginu mínu Snæfellingi.
|
|
|
|
|
![](/fs/b21cf6fc-5d4c-424f-bdc5-942cb643fd67_MS.jpg) |
Við erum löngu farin í hundana á þessum bæ.........................
![](/fs/26b6d9f6-b65f-4aeb-a0f0-67deb875dc13_MS.jpg) |
Og hundakvöldin hér í Hlíðinni heppnuðust vel.
![](/fs/0eb495e7-07ea-4a27-b9aa-09adb5c44503_MS.jpg) |
Gaman saman og öll námskeið bókuðust strax.
|
![](/fs/ddd9ddbb-d03d-4205-a87d-b385bd65564e_MS.jpg) |
Ég hef heyrt það út undan mér að Gísli yfirkennari og Mummi séu að undirbúa næstu seríu.
En fyrir ykkur sem að viljið fylgjast með og slást í hópinn þá er síða á fésbókinni sem heitir ,, Smalahundakvöld í Hallkelsstaðahlíð,,
Eins er bara alveg sjálfsagt að hringa og forvitnast um málið.
![](/fs/44a57e19-0eb3-402c-96d7-8d937fd33601_MS.jpg) |
Það voru ekki bara hundanámkeið á árinu, ónei það var mikið um að vera og vonandi náum við því aftur í vetur.
![](/fs/7339c71f-6b1f-4258-8712-eaf9c2b6553d_MS.jpg) |
M.a kom Þorvaldur Kristjánsson og hélt gott námskeið og fyrirlestur.
![](/fs/a6dd1aa1-9b58-4382-8a9e-769902f461e6_MS.jpg) |
Kátir ,,Hólmarar,, mættu galvaskir.
![](/fs/8fd9c04c-2998-403f-96bb-a8da2371e2a4_MS.jpg) |
Spáð í spilin.
![](/fs/5b59f6b9-870e-4664-9963-33f48535687a_MS.jpg) |
Þessir voru hressir.
![](/fs/1c37512a-b046-4dcc-9963-3b020c082eee_MS.jpg) |
Og áfram var spáð ...........................
![](/fs/a677ce05-cd5b-407b-8e0f-00d9b9a9b033_MS.jpg) |
Árið var með líflegasta móti hjá Mumma í kennslu erlendis og eins fór góður hópur hrossa til nýrra eigenda.
Það er ansi langt á milli heimkynna hjá þessu hryssum eftir að þær flugu til nýrra eigenda en þær hittust á námskeiði hjá Mumma.
Það er líka svo gaman þegar fyrri kaupendur eru kátir og versla aftur sem verður kannski til þess að bræður og stíufélagar hittast á nýjum slóðum.
![](/fs/3e6f1dac-cef5-4a31-8f73-452cd4f09d37_MS.jpg) |
Sumir æfa og æfa....................................... yfirþjálfari Fannars að störfum.
![](/fs/e23d33fa-71a6-433d-9f37-542339d980e6_MS.jpg) |
Og pabbinn fær örsjaldan að taka sprett.
![](/fs/c4d4202b-cb27-4601-8be1-e4e5df091b95_MS.jpg) |
Ég settist í dómarasæti.
Það er alltaf jafn gaman að dæma glæsta gæðinga og flotta knapa.
![](/fs/14f05739-6924-4f7a-9316-13425b3ac2ab_MS.jpg) |
Svo er það endurmenntunin hún er nauðsynleg.
Sótti bæði endurmenntun gæðinga og íþróttadómara.
![](/fs/c008c5d8-1a61-4a21-8ebe-4aca7904773f_MS.jpg) |
Aðalfundur gæðingamómara var haldinn í Borgarnesi, það var létt verk að stýra honum enda eru gæðingadómarar eðal.
|
|
![](/fs/4bdd7672-0ba8-4a83-8b4f-61951c25d0ba_MS.jpg) |
Þularstörf á hestamótum er skemmtileg fyrir hestadellufrú.
Ég fékk að þula á fjölmörgum.
![](/fs/603120ff-24c6-43dc-a349-2b99ddd69917_MS.jpg) |
Mót Vestulandsdeildar eru uppáhalds.
![](/fs/a82d446d-bddf-4e46-a137-8d3dd81b01a2_MS.jpg) |
Þessir vösku sveinar stóðu vaktina með sóma.
![](/fs/509b7477-5ee9-4bf1-b0d3-c18ee7ace110_MS.jpg) |
Engin er betri en Katrín þegar kemur að tólistinni í dómpalli.
Læt þetta duga að sinni en á eftir að rifja upp sauðfé, hross, pólitík og ýmislegt fleira.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir