31.08.2020 21:20

Smá fréttaskot úr Hlíðinni.

 

Það er ennþá sumar hér í Hlíðinni hægur vindur, hiti og bara eitthvað svo notalegt.

Þegar þessi tími er kominn er það nú ekki sjálfgefið. Svo fyrir það ber að þakka.

Næturfrost og næðingur eru kannski í kortunum en við erum ekkert að velta okkur uppúr því.

Sumarið hefur á margan hátt verið gott svona frá náttúrunnar hendi.

Gott tíðarfar, góður heyfengur og svo maður tali nú ekki um silungsveiðina sem hefur verið með miklum ágætum.

En það er ýmislegt sem ekki hefur verið eins og best verður á kosið.

Covid kvikindið hefur gert það að verkum að fáir hestahópar voru á ferðinni hjá okkur þetta sumarið.

Eins fórum við ekki í okkar árlegu stóru og skemmtilegu hestaferð  en það bíður bara betri tíma.

Það verður nú eitthvað þegar við förum af stað eftir að hafa verið háfl ,,fjörusvellt,, heilt sumar.

Eins hafa margir af okkar góðu gestum sem hugðust koma og dvelja í gestahúsunum ekki haft tök á að koma.

En við erum bjartsýn og hlökkum til að taka á móti þeim þegar allt er um garð gengið.

 

Tamningar og þjálfun eru í fullum gangi þar sem bæði er verið að vinna við frumtamningar og einnig þjálfun nýrra söluhrossa.

Það hafa komið mörg spennandi tryppi til okkar í tamningu og einnig höfum við kynnst nýjum og spennandi gripum úr okkar ræktun .

Boðið var uppá frumtamninganámskeið hér og mættu nemendur með sín eigin tryppi til að vinna með.

Alltaf jafn gaman að fylgjast með og sjá efnileg trippi og tamningamenn. Til stendur að bjóða uppá fleiri námskeið og fleira skemmtilegt.

 

Þrjár hryssur eru komanar heim eftir stefnumót sumarsins með vottorð uppá vasann um að gæðingsefni sé væntanlegt næsta sumar.

Snekkja Glotta og Skútudóttir fór undir Álfaklett frá Syðri Gegnishólum.

Sjaldséð Baugs og Venusardóttir fór undir Svartálf frá Syðri Gegnsihólum.

Gangskör Adams og Kolskarardóttir fór undir Ljósvaka frá Valstrýtu.

 

Kolskör er svo rétt ókomin heim eftir stefnumót við Veigar frá Skipaskaga.

 

Þetta verður bara spennandi sko.