23.06.2020 22:48
Heiðskír og Himinn þeir eru bræður.
Þessi reffilegi hestur heitir Heiðskír frá Hallkelsstaðahlíð. Móðir hans er Kolskör frá Hallkelsstaðahlíð og faðir Álfarinn frá Syðri Gegnishólum. Hann er upplitsdjarfur og flaggar fallegu tölti þegar hann hreyfir sig.
|
En náttúran kallar og auðvita er pissu pása ......................
Hann var ekki alveg viss hvað honum fannst um kellingu sem sat fyrir honum og smellti af myndum.
Æi þetta sleppur þar sem mamman er með.
Á þessar mynd er Heiðskír ansi líkur bróður sínum sem nú er veturgamall og heitir Himinn.
Faðir hans er Heiður frá Eystar Fróðholti.
Himinn stundar um þessar mundir fortamningar og stefnir að sjálfsögðu á að dúxa.
Til þess að eiga möguleika á einhverju dúxi verður að borða og stækka.
Heiðskír leggur sig allan fram í því.
Á næstunni fer Heiðskír í ferðalag með mömmu sinni þar sem Kolskör mun hitta draumaprins þessa árs.
Já það verður að leggja drög að einhverju skemmtilegu.
Nánar um það síðar.