27.03.2020 22:41

Lífið í fjallinu.

 

Það er gott líf og frekar áhyggjulaust að vera hestur í fjallinu þegar vel viðrar og sólin skín.

Þá er biðin eftir kallinum með rúllurnar leikur einn og sjálfsagt að éta í rólegheitunum.

En svo getur það verið sannarlega erfitt og leiðinlegt þegar veður eru válind og stormurinn lætur ófriðlega.

Þau voru býsna ánægð með góða verðið þessi hross og notuðu daginn til að gera upp sakir og bregða á leik.

Þessar skemmtilegu myndir tók hún Natalie Lehmler okkar sem var hjá okkur um tíma.

Stelpan er góður ljósmyndari og upprennandi gafískur hönnuður. Takk fyrir myndirnar.

Á fyrstu myndinni er tvö í djörfum dansi þau Vandséð og Einstakur.

Takið sérstaklega eftir þessu góða afturfótaspori hjá henni Vandséð, þetta kallar maður alvöru sjálfsvörn.

 

 

Sumir fá sér desert eftir vel heppnaða máltíð en aðrir bara smá slagsmál.

 

 

Ég tengi alveg við þessa stellingu eftir matinn...........þessi hefur fengið sér aftur á diskinn.

 

 

Þessi mynd táknar svo ekki verður um villst að vorið er handan við hornið.

Fjöllin eru vetrarleg og kuldinn við völd en sjáið þið bara hann Sólstaf minn hann gefur lífinu lit og er sannkallaður vorboði.

Hann kom með vorið þegar hann fæddist og núna sendir hann skilaboð úr grámyglunni um að vorið sér rétt ókomið.

Laufey húsfreyja á Stakkhamri sagði líka frá því á fésbókinni í dag að tjaldurinn væri kominn í lækinn.

Við getum ekki efast lengur vorið er alveg að koma.