23.03.2020 20:12
Dásamlegur gleðigjafi.
Þessi litli kútur klæddi sig upp og var í hlutverki fyrirsætu í dag. Held að hann kunni bara vel við nýja starfið.
Hann var svo heppinn að fá Stellupeysu í jólagjöf og átti alltaf eftir að senda Stellu langömmusystur sinni myndir.
Svo fær hún að sjálfsögðu alvöru hestamynd síðar.
Stellupeysu þurfa allir hestamenn að eiga og um að gera að skapa Stellu næg verkefni á meðan hún situr heima og bíður eftir að herleg heitin ganga yfir.
Auðvita smella menn svo upp viðeigandi höfuðfati sem hæfir bændum, hestamönnum eða heimsborgurum.
Það er upplagt að hafa alvöru vestfirska sauðagæru í bakgrunn þegar vel á til að takast.
Svolítið búralegur á þessari mynd.
,Á ég að vera svona amma myndatakari,, ???? |
Auðvita notar maður armana á svona stól.
Þau reyna á fyrirsætustörfin.
Æi........... ertu ekki að verða búin að taka nóg af myndum ???