20.03.2020 18:28
Bara hasar.............
|
Verð nú að viðurkenna að frúnni brá aðeins þar sem hún sat niðursokkin í bókhaldsvinnu.
Krapaflóð spýttist niður með skruðningi og látum þetta gerðist mjög hratt.
Fyrsta hugsunin var girðingin en hún slapp með skrekkinn.
Það er búið að rigna með látum í dag og þetta er greinilega afraksturinn.
Slatti af grjóti fylgdi með og hefur sennilega búið til þennan mikla skruðning.
|