20.03.2020 18:28

Bara hasar.............

 

 

 

Það var líkast því að tómur sturtuvagn brunaði um Heydalsveginn með tilheyrandi ,,trommuslætti,,

Holurnar svo djúpar að járnaglamrið var þannig að sennilega yrði vagninn ekki í heilulagi þegar heim yrði komið.

Það gat samt ekki passað núna því það er rok og rigning en þegar ég leit upp sá ég hvað var í gangi.

Verð nú að viðurkenna að frúnni brá aðeins þar sem hún sat niðursokkin í bókhaldsvinnu.

 

 

Krapaflóð spýttist niður með skruðningi og látum þetta gerðist mjög hratt.

Fyrsta hugsunin var girðingin en hún slapp með skrekkinn.

 

 

Það er búið að rigna með látum í dag og þetta er greinilega afraksturinn.

 

 

Slatti af grjóti fylgdi með og hefur sennilega búið til þennan mikla skruðning.

 

 

Vonandi að það fari ekki að skríða neitt flóð fram úr Bæjarganginum en hann er fullur af snjó.

Já það eru leysingar allavega í nokkra klukkutíma.