08.02.2020 22:00
Þorrablót í Lindartungu árið 2020.
Árlegt þorrablót UMF Eldborgar í gamla Kolbeinsstaðahreppi var haldið í Lindartungu. Eins og alltaf var þetta afar vel heppnuð skemmtun og allir viðstaddir sammála um að skemmta sér og öðrum vel. Já og auðvitað fallega líka. Maturinn var góður og fyrir þá sem elska súrmat var þetta snildar veisla. Bændur, frændur, búalið og vinir úr Hlíðinni áttu aldeilis góðar stundir. Meðfylgjandi mynd af okkur systkinabörnum segir allt sem segja þarf.
|
Við reyndum ýmsar frægar uppstillingar.......................
.......................en sumir bara réðu ekki við þær.
Skvísurnar Björg, Þóranna og Hildur bíða spenntar eftir hákarlinum.
Borðfélagarnir voru ekki af verri endanum Loftur, Jón, Magnús Már, Magnús, Þóra, Hallur, Hjörtur og Kolbeinn.
Þessi voru alveg til í pós.........................
Þóra og Hallur Magnúsarbörn.
Kall og kelling í Hlíðinni kát með fullt af góðu fólki.
Árleg þorrablótsmynd af þessum.
Síðasta þorrablótsmyndin af Hrannari fyrir fimmtugt. Hahahahha.
Þeir geta ekki beðið lengur eftir matnum....................... glor soltnir strákarnir.
Kolbeinn og Hjörtur í stuði.
Skemmtiatriðin voru snild eins og oft áður, þessi góði hópur stóð sig vel í að skemmta okkur.
Frumsýnd var myndin Gefið á garðann sem er klárlega stórmyndin í ár.
Fær örugglega tilnefningu til Óskarsverðlauna.
Framleiðendur eru Arnar og Elísabet í Haukatungu auk þeirra áttu stórleik nokkrir valinkunnir sveitaleikarar.
F.v Guðrún Sara, Guðdís, Jakob Arnar, Mummi, Elísabet, Þráinn, Jóhannes og leikstjórinn Arnar Ásbjörnsson.
Einn af aðal leikurunum var ekki mættur á blótið en hann átti eins og nokkur undanfarin ár algjöran stórleik.
Arnþór Lárusson í Haukatungu, nú með enn fleiri hlutverk sem slógu í gegn.
Takk fyrir að gera þetta svona vel og fagmannlega.
Spekingar spjalla gæti þessi mynd hugsanlega heitið nú eða ,,þungu fargi létt af,, .................... |
Lárus Hannesson var veislustjóri og hér er hann að taka við embættinu.
|
Brá og Hrannar bíða spennt eftir því að maturinn verði tilbúinn.
Þórður og Albert taka stöðuna svona á milli dansa.
K.B drengirnir voru kátir að vanda og hafa örugglega rakað inn viðskiptum á blótinu.
Það væri nú bara ekki þorrablót ef að þessi mættu ekki. Hress og kát að vanda.
|
Strákarnir hressir og alveg til í myndatöku.
Þröngt mega sáttir sitja enda er það partur af stemmingunni og allir kátir.
|
Það eru ekki allir vanir þorramat en þá er bara að prófa.............og njóta.
|
Þessi litli kútur á nokkur ár í að komast á þorrablót en hann naut sín bara heima með ömmu og afa.
Alltaf stuð í sveitinni.