04.02.2020 20:58
Námskeið með Jakobi Svavari.
Við hér í Hlíðinni áttum hreint frábæra daga þegar Jakob Svavar kom til okkar og hélt námskeið. Eins og við var að búast var námskeiðið bæði afar gagnlegt og ekki síður skemmtilegt. Við höfum flest farið áður í reiðtíma hjá Jakobi og höfum alltaf verið mjög ánægð með kennsluna hjá honum. Það er snild að fá góða tilsögn með hóp af hrossum á mismunandi tamningastigum. Mikið var spáð og spekulegrað bæði í hestum og knöpum. Nú er bara að halda áfram og nýta það sem við lærðum. Fyrsta myndin er af Brá og Trillu Gaums og Skútudóttir sem nutu leiðsagnar Jakobs.
|
Mummi og Kafteinn æfa af innlifun.
Kafteinn Ölnirs og Skútuson.
Spáð í spilin.................
|
Og sporin æfð..........................Skúli og brúnn frúarinnar. Jakob, Skúli og Leikur Spuna og Karúnarsonur.
|
Leggja sig fram.........................
Það var líka mjög gaman á ,,bekknum,, þessir kappar alveg í stuði.
Sá litli að hugsa um það hvaða afkvæmi Skýrs frá Skálakoti hann eigi að taka með í næsta reiðtíma.
Uuuuu sníkja ömmu Skýrs hún á jú tvö.........................nú eða hertaka pabbajörp ???
Issss við Ísólfur finnum eitthvað útúr því og mætum galvaskir og vel ríðandi á næsta námskeið.
Ísólfur og Jakob taka stöðuna.
,,Á ég að hafa hana bara fyrir aftan mig,, ?
...............eða hvað ????
Við Auðséð Sporðs og Karúnardóttir ræðum við meistarann.............
....................og reynum að meðtaka fræðin.
Auðséð orðin leið á að bíða frekari fyrirmæla. ,,Komdu þér á bak kelling og hættu þessu bulli ég verð ekki Gloría frá Skúfslæk á einum degi ,,
|
Hér eru Mummi og Dúr að æfa bylgjur í faxi, hlýtur að vera auka prik fyrir það.
Dúr Konserts og Snekkjuson.
Þessir voru einbeittir á bekknum og greinilega eitthvað merkilegt að gerast. Frábært námskeið. Takk fyrir okkur Jakob erum strax farin að hlakka til næsta námskeiðs hjá þér hvenær sem það nú verður.
|