01.12.2019 21:33
Vestlenskir hestamenn gerðu sér glaðan dag.
Árshátíð vestlenskra hestamanna var haldin í Stykkishólmi föstudaginn 29 nóvember s.l Það var Hestamannafélagið Snæfellingur sem stóð fyrir hátíðinni að þessu sinni sem tókst með afbrigðum vel. Veisluföng voru einstakalega góð og áttu hestamenn ánægjulega kvöldstund saman. Hrossaræktarsamband Vesturlands verðlaunaði þá ræktendur sem áttu efstu hross í hverjum flokki á þessu ári. Einnig var verðlaunað það hrossaræktarbú á vestulandi sem bestum árangri hafði náð á árinu. Sigurvegarar ársins voru hjónin á Skipaskaga þau Sigurveig Stefánsdóttir og Jón Árnason. Auk þess að vera tilnefnd sem ræktunarbú ársins á landsvísu áttu þau einnig hross í efstu sætum. Já það hafa komið margir kostagripir úr ræktun þeirra hjóna og spennandi að sjá hvað kemur fram á næstunni. Á myndinni hér fyrir ofan eru Sigurveig og Jón ásamt tamningamanni búsins Leifi Gunnarssyni. Innilegar hamingjuóskir ræktendur, eigendur og sýningafólk með árangurinn.
|
Já það var fagnað og það með stæl enda má svo sannarlega búast við miklu af þeim Skipaskagabændum á komandi landsmótsári.
Valentínus Guðnason og frú áttu glæsihryssu sem var efst í sínum flokki.
Það átti líka Sigfús Jónsson í Skrúð en hann var ekki mættur til að taka við sinni viðurkenningu.
Nýkjörinn formaður Hestamannafélagsins Borgfirðings var að sjálfsögðu mættur og tók við viðurkenningunni fyrir Sigfús.
Helgi Sigurjóns tekur við viðurkenningu fyrir sinn grip úr hendi Halls Pálssonar fulltrúa Hrossvest.
Þeir voru hressir dalamenn sem mættu á hátíðina og höfðu svo sannarlega gaman.
Strákar í stuði. |
Eyþór Gíslason fyrrverandi formaður Glaðs og Ólafur Flosason formaður Borgfirðings.
Sennilega hefur ljósmyndarinn verið mjög skrítinn...................
Þóra og Mummi bíða eftir matnum.
Já maturinn var hreinlega frábær og alveg þess virði að skella sér á jólahlaðborð á Fosshótel í Stykkishólmi.
Þessi glaðlegi kokkur brosti breitt með fínu jólahúfuna sína.
Þessi voru aðal og stóðu sig vel eins og þeirra er von og vísa.
Herborg Sigríður og Lárus Ástmar báru hitann og þungann af fjörinu.
Hér eru þau kát að vanda.
Auðvita mæta líka Borgnesingar.............. Dúddý og Toddi hress og kát,.
Þessar daladömur skemmtu sér vel. |
Það gerðu líka Björg og Mummi.
Allir kátir á Snæfellingsborðinu.
Þorsteinn Hjaltason spjallar við dömurnar sem hlusta með andakt...............
Þetta borð var fjölmenningarborðið..........Snæfellingar, Borgfirðingar og Skagfirðingar.
Já og jafnvel einhverjir fleiri.
Þessar glæsidömur höfðu um margt að spjalla............
En voru líka til í að pósa fyrir mig................. alltaf sætar þessar.
Þessi fór á kostum......................svo sagði ég honum að þessi mynd færi á síðuna.
Hann bara trúði því ekki.............. eins og sjá má.
Já skemmtilegt kvöld með góðu fólki getur bara ekki klikkað.
Takk fyrir samveruna þið sem að mættuð.
Nú er bara að bíða eftir næstu hátíð vestlenskra hestamanna.