21.11.2018 22:36
Gleðidagur.
Það var einstaklega gaman að fara á úthlutunarhátíð Uppbyggingasjóðs Vesturlands í dag.
Þangað fór ég sem fulltrúi okkar hér í Hlíðinni til að taka á móti styrk úr sjóðnum.
Á meðfylgjandi mynd eru fulltrúar þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem styrki hlutu úr sjóðnum.
Við hér í Hlíðinni höfum staðið í mikilli uppbyggingu og erum alls ekki hætt.
Þessi styrkur var því ágætis hvatning til frekari framkvæmda.
Við Ólöf Guðmundsdóttir vorum lengi sessunautar í Sparisjóði Mýrasýslu.
Það var fyrir örfáum árum....................
Hér eum við aftur á móti kátar með okkar nýjasta samstarf og afraksturs þess.
Já það var alveg ljóst að frúin var frekar sátt og hér er hún í ágætis gervi trúðs.
Takk fyrir myndina Svala Svavarsdóttir.