24.11.2017 23:12
Folaldasýningunni sem vera átti í Söðulsholti á morgun hefur verið frestað.
Um leið og fréttir bárust af því var ástandið í folaldahópnum svona...........allir lágu flatir í rúllunni.
Ég er ekki vissu hvort þungu fargi var af þeim létt við þessar fréttir nú eða hvort svekkelsið var óbærilegt.
Við mætum allavega galvösk þegar sýningin verður og sjáum til hvort gripirnir verða í kvíðakasti nú eða fullir eftirvæntingar.
Rúningi þetta árið er lokið en vaksir drengir hafa að stórum hluta séð um það þetta haustið enda feðgarnir uppteknir við smíðar.
Þarna má sjá þá Maron leggjara og Baldur rúningsmann sem reyndar náðist ekki í fókus.
Arnar Kringlubóndi mætti líka og lét verulega til sín taka enda nýkrýndur Íslandsmeistari í rúningi.
Það var svo mikið kapp í strákunum að ég varð að mæta með kaffið og bakkelsið á jötubandið.
Jóhannes á Jörfa var búinn að klippa drjúgan hluta hjá okkur áður og einnig Þórir á Brúarfossi.
Þeir náðust ekki á myndi í þetta skiptið en vonandi síðar.
Hann Hjalti dýralæknir er líka búinn að koma til okkar í sín haustverk en hann garnaveikibólusetur.
Þarna er hann að störfum með Maroni og Skúla en við setjum alltaf ormalyfið í um leið.
Sumum var farið að leiðast biðin eftir rúningsmönnunum en við reyndum að hafa fé úti sem lengst til að fara vel með ullina.
Hún Tálkna gamla lét nú ekkert svína á sér og laumaði sé inn og var komin undir afrúllara að gæða sér á ilmandi heyi.
Já gömlum hefðarkindum leyfist nú margt.....................
Næsta kindastúss er að koma vítamínstautunum í hópinn en það teljum við alveg ómissandi.
Nú erum við komin með þó nokkra reynslu af þeim og líkar vel.
Hrútaskráin er enn ekki komin en senn líður að þeim tíma.
Það er orðið tímabært að færa Guðrúnu frá Lundi aðeins til á náttborðinu og strjúka rykið svo að hrútaskráin fái viðeigandi móttökur.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Á þessari mynd er forustuhrútur undan Pálinu og honum Bauta.
Þessi gripur varð til eftir ferðalag Pálinu niður í Mýrdal þar sem að Bauti tók á móti selskapsdömum.
Mér finnst vel við hæfi að kalla hann Gísla nú eða bara Hreppstjórann.
Gimbrin á móti honum er svolítið til baka og myndaðist því ekki eins vel.
Spennustigið í fjárhúsunum fer stig vaxandi með hverjum deginum.
Hér er hann Salómon sparihrútur sem er í miklu uppáhaldi hjá húsfreyjunni en á það til að vera forhertur við aðra.
Honum hlakkar svo til ,,jólanna,, að hann bara varð að berjast til blóðs við vini sína og félaga hina hrútana.
Ég hef ekki farið varhluta af æðinu sem gengur nú um netheima þar sem fólk á að birta svarthvítar myndir eins og enginn sé morgundagurinn.
Þar sem að ég er ekki meiri tækni manneskja en ég þarf hef ég bara birt eina verulega svarthvíta mynd.
Myndina birti ég á fésbókarsíðunni minni en í framhaldi af því birti Skessuhorn myndina til gamans.
Hér fyrir neðan er tengill á síðu Skessuhorns ef að þið viljið sjá myndina.
Svarthvít er hún í það minnsta................
https://skessuhorn.is/2017/11/23/besta-svarthvita-myndin/
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir