07.11.2017 23:16

Og það kom logn..............

 

Þriðjudagurinn 7 nóvember heilsaði kaldur en fagur, þetta var einmitt dagurinn til að byrja að setja járnið á þakið.

Það var að vísu dálítið hált á þakinu en mannskapurinn fór varlega og allt gekk vel.

Eins og svo oft áður fengum við frábæra aðstoðarmenn með okkur í atið.

Verkinu miðaði nokkuð vel m.v aðstæður í dag en ljóst er að þetta tekur tíma og því gott að eiga ólofthrædda vini sem leggja okkur lið.

Veðurspáin framundan er þokkaleg en ljóst er að ekki má miklu muna.

 

 

Mummi, Skúli og Hrannar að leggja fyrstu plöturnar á þakið.

 

 

Það er ekki amalegt að hafa ,,hreppstjórann,, okkar með en hann mætti galvaskur í morgun.

 

 

 

Og Gestur á Kaldárbakka kom með liðléttinginn sinn og það skal ég segja ykkur að það munar um þá rétt eins og hreppsstjórann.

 

 

Rafvirkinn mættur og  þá er bara að taka gæða stund eftir kvöldmatinn.

 

 

Þessi mynd hér að ofan er tekinn þann 28 október s.l en þá var tekið á því og þakið þétt klætt.

Atli og Elva mættu úr Ólafsvíkinni og Brá var í helgarfríi.

 

 

Þarna eru þeir feðgar Skúli og Mummi og einnig Atli að ferja timbrið upp á þak.

 

 

Staðan tekin.............

 

 

Brá og Elva tóku á því og umstöfluðu mörgum tímburbúntum og gerðu klár fyrir þakið.

 

Já alltaf líf og fjör í Hlíðinni læt að gamni fylgja með tengilinn á Skessuhorn en blaðamaður frá Skessuhorni kom í heimsókn til okkar og tók við okkur viðtal.

http://skessuhorn.is/2017/11/01/mikil-uppbygging-gangi-hallkelsstadahlid/