11.06.2017 22:19
Snekkja Glotta og Skútudóttir eignaðist fallegt hestfolald undan Káti mínum.
Hann er tinnu svartur en með þennan fína mána í enninu.
Þarna lúrir fyrsta folald ársins hér í Hlíðinni og lætur sér fátt um finnast.
Eigandinn er enn að hugsa hvað nafn hæfi gripnum.
Faðir er Kafteinn og móðir Karún.
Hér sjáið þið hinsvegar hryssu sem hlotið hefur nafnið Kolrassa frá Hallkelsstaðahlíð.
Hún er undan Spuna frá Vestukoti og Kolskör minni.
Kolrassa minnir mig á hvað það var gaman að eiga stórafmæli fyrir stuttu síðan.
Þessi fallegi hestur er undan Arion frá Eystra Fróðholti og Venus frá Magnússkógum.
Ég er búin að fara skoða hann en fæðingastaðurinn var Magnússkógar.
Eins og áður sagði er hann undan Venus frá Magnússkógum en við höfum áður fengið að halda henni.
Út úr því kom uppáhaldshryssan Sjaldséð frá Magnússkógum.
Þetta er einmitt hún Sjaldséð en undan henni kemur vonandi fljóttlega annað afkvæmi Káts.
Þegar þetta er skrifað hefur líka fæðst hér afkvæmi Rákar frá Hallkelsstaðahlíð og Brags frá Eystri Hóli.
Hryssa var það rétt eins og óskað var. Það er ekki enn búið að mynda gripinn en það gerist fljóttlega.
Já það er alltaf svo gaman að taka á móti folöldum.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir