30.05.2017 21:04

Maí er mánuðurinn.

Líflegur og viðburðaríkur mánuður er senn á enda og júní handan við hornið.

Sauðburðurinn er að klárast og ekki nema rúmlega 20 kindur eftir að bera.

Gott tíðarfar og dásamlegt aðstoðarfólk hefur gert þennan tíma eins og best verður á kosið.

Það er stórkostlegt að eiga allt þetta góða fólk að sem nennir að koma og hjálpa til við sauðburðinn.

Sumir taka næturvaktir, aðrir atast allan daginn og en aðrir gera allt mögulegt t.d elda mat og fylgjast með fénu sem búið er að sleppa.

Aðstoðin í hesthúsinu er líka ómetanleg enda margir þar sem þarf að sinna jafnt í maí sem aðra mánuði.

Allt mjög mikilvægt og ég á ekki til orð til að þakka ykkur fyrir hjálpina.

Án ykkar værum við bændur og búalið í Hlíðinni orðin miklu ljótari og leiðinlegri eftir vökur og fjör í 4 vikur.

 

 

Á efstu myndinni er gimur undan hrútnum Jónasi frá Miðgarði og á myndinni hér fyrir ofan er bróðir hennar.

Það er spurning hvort hann kemur til með að heita Davíð, Jónas Jónasson nú eða bara Þorleifur ??

 

 

Þetta er herra sætur en hann uppskar vel á annað hundrað ,,like,, á fésbókinni um daginn.

Spurning hvort að hann hefur ofmetnast af því ? Athygli á fésbókinni getur reynst mörgum varhugaverð :)

 

 

Þetta er litla Gráflekka, hún er efni í öfluga afurða ær og kemur til með að leysa mömmu sína af.

 

 

Þetta er hún Lambabamba heldri og eldri ær sem veit ekkert betra en að breggða sér í heimsókn til Svans í Dalsmynni.

Hér bíður hún óþreyjufull eftir því að lömbin komi í heiminn svo að hún geti drifið sig af stað í sæluna á vestubakkanum.

 

 

Þessir voru kampakátir þegar ég smellti af þeim mynd.

 

 

Og það lá bara vel á þessum líka.................

 

 

Þarna er setuliðið að fylgjast með spennandi burði.....................

 

 

Björg með Fingurbjörgu sem að hún bjargaði.

Hvað eru mörg ,,björg,, í því ?????

 

 

Hrannar að skoða aðal lambið, svolítið nærsýnn kallinn.

 

 

 

Alfa með uppáhaldslambið, kannski er hún að kenna því sænksu ?

 

 

Svarti hanskinn........................

 

 

Þessir sjarmar mættu galvaskir í fjárhúsin.

 

 

Þessi að ræða eitthvað gáfulegt.................

 

 

Flottar fimleika frænkur mættu líka í sveitina og að sjálfsögðu var sýning fyrir okkur.

 

 

Þessi er alveg eins og ormur og gerir allt mögulegt og ómögulegt.

 

 

Kátar systur í sveitinni.

 

 

Já nei móðursystir þeirra var ekki alveg að geta þetta með þeim sko.

 

 

Einbeittar.

 

 

Þarna er bleika deildin komin á hestbak.

Það skal tekið fram að þarna var gæsla allan hringinn og ekki farið eitt skref hjálmlausar.

 

 

Snillingurinn Fannar er alltaf kallaður til þegar ungir knapar mæta á svæðið.

Og auðvita fær hann risaknús.

 

 

Skvísur að bíða eftir því að fara á hestbak.

 

 

Þessi er alveg með sitt skipulag á hreinu og fylgjir því alveg eftir ef þarf.

Alsæl á hestbaki.

 

 

Bleika deildin tók út tryppin og Svandís tók smá tamninga sveiflu fyrir frænku sína.

 

 

Þarna er hún að spekja Aðgát mína Karúnar og Skýrsdóttur.

 

 

Sæunn Aljónsdóttir var líka tamin aðeins fyrir frænku.

 

 

Emilía og Fannar þekkjast vel.

 

 

Sveitaskvísur.

 

 

Fannar var snyrtur vel þennan daginn.

 

 

Svandís Sif hestaskvísa.

 

 

Fannar er mjög sáttur með þessa fínu knapa.

 

 

Jafnvel marga í einu.

 

 

Alfa að spjalla við vini sína um leið og hún mokar.

 
 
 

 

Björg og Ófeigur yfir sjarmur að ræða málin.

 

 

Vorverkin eru tekin á hraðanum áður en grasið verður orðið slægt.

Maron er yfirslóða maður vorsins.

Já það er líf og fjör í Hlíðinni.