29.01.2017 23:17
Já það er að koma þorrablót og þá kom í ljós að kella hafði alveg gleymt að smella inn myndum frá síðasta þorrablóti.
Úr því verður hér með bætt.
Hér á fyrstu mynd má sjá frú Áslaugu í Mýrdal stjórna línudansi af miklum myndarskap.
Ein spurning vaknar þó við þessa myndbirtingu..........................hvar er Gísli hreppstjóri ???
Gísli hefur í áraraðir stjórnað línudansi á þorrablóti en á myndinni er hann hvergi sjáanlegur.
Sennilega hefur frúin framið valdarán og tekið öll völd af Gísla hreppsjóra.
Spurning ársins er því .....................hver stjórnar línudansi á þorrablóti 2017 ???????????????
Þessi elska fór á sitt fyrsta þorrablót og brosti bara hringinn enda var gaman.
Lalli fyrrverandi vinnumaður brosti breitt með dömuna sína.
Þarna eru þau M og M.
Maron og Majbrit skemmtu sér afar vel á þorrablótinu.
Þóra og Björg voru hressar að vanda, hafa sennilega ekki verið byrjaðar að dansa.
Allavega eru þær enn í lopapeysunum.
Fulltrúar dalamanna voru þessi heiðurshjón frá Magnússkógum.
Þessi var hinsvegar fulltrúi hressra Borgfirðinga.
Frá Stóra Hrauni kom föngulegur hópur.
Þarna eru fulltrúar úr Eyja og Miklaholtshreppi.
Glatt á hjalla.
Þessir að ræða heimsmálin, Ásberg og Guðmundur Helgason.
Það er líka skálað á þorrablótum, Ystu Garða frúin tekur á því.
Og það var spjallað.
Og hlegið............
Þessi dama er verkstjóri skemmtanastjórans eins og þið sjáið er hún ábyrðarfull.
Þarna er hópur af Hvanneyrarskvísum , núverandi og fyrrverandi.
Þessi mættu á sitt fyrsta þorrablót í Lindartungu og voru þá nýbúar.
Núna eru þau glerharðir Kolhreppingar og mæta örugglega á næsta blót.
Lárus í Haukatungu sá um að allt færi vel fram, alltaf svo hress strákurinn.
Og þá er það kaffisopinn.
Þverárfeðgar spá í spilin.
Vonandi verð ég fyrr á ferðinni með myndir frá þorrablóti 2017 en það er einmitt næsta föstudag.
Hver veit hvað ég hef af.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir