13.01.2017 22:13
Um það leiti sem ný ríkisstjórn tók til starfa þvældist hann um Hnappadalinn draugfullur.
Það geislaði af honum og ekki annað að sjá en að hann væri bara býsna sáttur eða hvað ???
Var hann kannski að drekkja sorgum sínum á viðeigandi hátt og valdi því Hnappadalinn sérstaklega.
Hann hefur nú svolitlar tengingar þangað blessaður.
|
|
Ég ætla að hlífa ykkur við pólutísku þrasi en ,,millilínulesarar,, skilja vonandi sitt.
Já máninn fullur fer um .............það er svo sem ekkert nýtt.
Og fallegur var hann blessaður þegar hann kom upp framundan Selkastinu.
Þessi fína Þerna dóttir Skýrs frá Skálakoti og Snekkju var ekki að hugsa um stjórnmál.
Hennar aðal áhugamál var traktorinn sem var að koma með rúllu handa henni og vinum hennar.
Folöldin ganga ennþá undir hryssunum en við förum líklega að taka þau inn fljóttlega.
Folaldshryssurnar og veturgömlu tryppin eru saman í hóp og er þeim gefið sér.
Við rekum stóðið reglulega heim í gerði og förum yfir holdafar þeirra og skoðum hvort að allt sé ekki eins og best verður á kosið.
Svo auðvita lítum við vandlega eftir þeim annan hvern dag en þá er þeim öllum gefið.
Veturinn hefur verið svolítið umhleypingasamur svo að myndast hafa kjör aðstæður fyrir hnjúska.
Við höfum hinsvegar verið heppin með okkar hross og aðeins örlað á smávegis í tveimur tryppum.
Nú styttist sá tími sem að hrútarnir fá að leika lausum hala í kindunum.
Við tókum alla hrúta úr gemlingunum þann 8 janúar og fækkuðum hrútum í öðrum króm.
Það hafa nokkrar kindur gengið upp en þó enginn fjöldi, svo það lítur út fyrir að hrússarnir hafi staði sig.
Við sæddum rétt um 90 kindur og notuðum góðan hóp hrúta.
Fyrir þá sem til þekkja voru það : Toppur, Baugur, Voði, Borkó, Kjarni, Hnallur, Burkni, Dreki, Bekri, Brúsi Vinur, Ebiti, Kústur og Alur.
Og nú er bara að vona að eitthvað komi spennandi út úr þessu öllu saman. Nú kemur sér vel á eiga hrútaskrána.
Þarna sjáið þið hinsvegar einn af upprennandi kynbótahrútum búsins hann Litla-Vökustaur.
Hann er undan einni af okkar bestu kindum og sparihrút sem var frá hjónunum á Dunki í Hörðudal.
Litli-Vökustaur einbeitir sér nú að því að stækka og verða eðalgripur í eðlilegri stærð.
Um daginn fékk hann þessa fínu heimsókn þegar Svandís Sif frænka mín mætti í sveitina.
Það fór vel á með þeim og eins og þið sjáið þá brosa þau bæði til ljósmyndarans.
Ekki var samkomulagið hjá Svandísi Sif og Kafteini síðra en minnstu munaði að hún væri komin á bak.
Hefði þá verið sú fyrsta en Kafteinn er ógeltur foli á öðrum vetri undan Skútu og Ölni frá Akranesi.
Þarna brosa þau bæði og voru virkilega ánægð með hvort annað.
Svandís Sif þjálfað líka snillinginn Fannar fyrir Mumma frænda.
Eins og sjá má tók hún bara Dorit á þetta og veifaði til viðstaddra.
Elíza Reid hvað ???
Þau voru flott saman Svandís Sif og Fannar.
Hún var komin með allt á hreint..............áfram .....................stopp og allt.
Ætlar að koma í sveitina og stoppa lengi ..............sko alein..........mamma og pabbi bara í Reykjavík.
Mikið held ég að mamma Svandís sé ánægð með litlu sveitakonuna þegar hún fylgist með úr draumalandinu.
Já það er gaman í hestunum krakkar.
Svona er lífið dásamlegt.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir