28.12.2016 22:41

Undir jóla hjóla tré er pakki.....

 

Við hér í HLíðinni höfðum það ljómandi gott um jólin og lifðum í hefðbundnum vellystingum.

Hefðir ráða að mestu ríkjum með hæfilegu skammti af nýjungum og stundum leti.

Nauðsynlegt er að halda uppáhalds jólaskrautinu á sínum stað og þannig tryggja að jólin fari ekki framhjá.

Einnig er mikilvægt að pakkaflóðið sé alltaf undir jólatrénu. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir var engin breyting þar á þessi jólin.

Jólatréð var að vísu í minna lagi þetta árið en stóð þó fullkomlega fyrir sínu.

Já enga fordóma, þið sjáið þetta fallega tré sem ekki einu sinni fellir barr í tíma og ótíma.

 

 

Að sjálfsögðu er jólasveinafjör í öllum hornum eins og vera ber á jólunum.

 

 

 

En það voru ekki bara jólagjafir sem bárust í desember, ó nei aldeilis ekki.

Þessa mynd fékk Mummi í afmælisgjöf en hana málaði snillingurinn hún Josefína Morell á Giljum.

Ljósmyndarinn sem tók myndina af myndinni er hinsvegar slæmur og allt sem ekki kemur vel út hér skrifast á hann.

Myndin er af Mumma með uppáhaldið Skútu, folaldið er Kafteinn Ölnirsson og í bakgrunninn er hann á Snekkju sem er undan Skútu og Glotta.

Útsýnið er svo það sem við sjáum út um eldhúsgluggann á góðum degi.

 

 

Já myndin er ekki skökk, það er ljósmyndarinn.

Enda sjáið þið svipinn á afmæliskappanum hefur greinilega enga trú á ljósmyndahæfileikunum.

 

Annars eru að koma áramót og því alveg tímabært að ég fari að smella í eins og einn áramótapistil hér á síðunni.

Efnið í hann er að gerjast í höfðinu á mér.

Hann er reyndar að verða svolítið umfangsmikill en hann kemur þá bara í skömmtum.