14.12.2016 14:50
Áður en ég segir ykkur hvað sé að frétta af smákökubakstri, sauðfjársæðingum og gluggatjaldaþvotti koma hér vatnamyndir frá því í október.
Þó svo að blíðan hafi verið yndisleg þá var vatnsmagnið alveg nóg.
Hér fyrir ofan sjáið þið fossinn í bæjarlæknum sem venjulega lætur lítið fyrir sér fara.
Bæjarlækurinn lék jökulá um tíma og var bara ansi kátur.
Lækurinn er venjulega fær á gúmískóm en þarna ............sennilega ekki.
Það streymdu lækir niður Hlíðarmúlann og það er nú ekki á hverjum degi.
Jafnvel sprænurnar í Skurðabotnunum svokölluðu vour brattir þennan dag.
Inní hlíð var sama sagan lækir út um allt.
Djúpadalsáin átti góðar rispur og fengu Eyrarnar að kenna á því.
Við Hafurstaði þar sem Fossá og Djúpadalsáin mætast var blautt.
Og já Fossáin var í meira lagi.
Fossarnir í Múlanum snéru öfugt, svona stundum.
Svona var vegurinn suður að Hafurstöðum.
Aðeins komið betra veður.
Já þeir skildu eftir sig ljótar skriður sumir lækirnir, þessi endaði á girðingunni.
Steinninn Snorri var að mestu umkringdur vatni.
Þarna eru líka Hnjúkarnir og Gullborgin í baksýn.
Októberkvöld.
.................með fulgum og kindum.
Já og sólin maður hún leit við örfáa daga.
Vegurinn fór líka á kaf............
Þar sem vegurinn endar................ekki venjulega.
Kyrrð og ró.
Fossakrókurinn.
Október frí.
Brúnirnar með meiru.
Múlinn er þarna ennþá og ekki neinir lækir sjánlegir.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir