24.11.2016 22:58
Þarna eru hrossin að njóta fyrstu gjafarinnar þennan veturinn.
Þó nokkur hópur hefur haldið sig fyrir sunnan á eins og við segjum.
En það þýðir að þau eru fyrir sunnan Fossá og Djúpadalsá eða í kringum Hafurstaði.
Það eru að vísu ljómandi góðir hausthagar með góðum skjólum og öllu tilheyrandi.
En vandamálið er að við viljum ekki að þau lokist þarna þegar árnar fara að verða ill færar af klaka og snjó.
Við sóttum þau á þriðjudaginn í dásemdar blíðu.
Blíðu sem var góð til að trítla um fjöll, taka myndir og jafnvel tala í síma.
Svona blíða er bara góð í allt.
Þessi mynd er tekin af hlaðinu við gamla bæinn í átt að því,,neðra,,
Í dag var svo boðið uppá rok og rigningu þannig að allur snjór og klaki er farinn.
Nú fer bráðum í hönd sá tími þegar sauðfjármarkmiðin koma fram og eru sett af fullum þunga.
Upphafið er alltaf fundur sauðfjárbænda sem fagna útgáfu á hrútaskrá ársins.
Sem sagt jólabók sauðfjárbænda er komin út.
Í henni er að finna ítarlegar upplýsingar um alla þá hrúta sem eru í boði á sæðingastöðvunum þetta árið.
Á meðfylgjandi mynd sjáið þið hversu mikið alvöru mál þetta eru en vitið þið hvað ??
Þetta var bráð skemmtilegur fundur og fundarmenn ekki alltaf svona brúnaþungir.
Ég er rétt komin á fyrstu síðurnar enda er bara nóvember ennþá.
Annars er þetta að verða komið á fulla ferð meira að segja fullorðins númerin að komast í gemlingana.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir