17.11.2016 23:16

Nokkur af árgerðinni 2013.

 

Þetta er hún Svaðaborg frá Hallkelsstaðahlíð, hún er undan Ugga frá Bergi og Þríhellu frá Hallkelsstaðahlíð.

Svaðaborg er komin inn í tamningu en hún er einmtt af árgerðinni 2013.

Svaðaborg heitir Svaðaborg eftir Svaðaborg sem er klettaborg hér í Hlíðarmúlanum.

Já við notum einföld og góð nöfn á hrossin okkar hér í Hlíðinni.............nú finnst ykkur það ekki ???

En Svaðaborg var hrakfallabálkur síðasta vetur og lenti í ýmsum hamförum eins og fram hefur komið hér á síðunni.

M.a þessu sem þið sjáið hér á myndinni fyrir neðan.

 

 

Já hún leit ekki vel út löppin í febrúar 2016 en með frábærri hjálp Hjalta Viðarssonar, dýralæknis er hryssan algjörlega óhölt í dag.

Hún er komin þónokkuð á veg í tamningunni og ekkert sem bendir til þess að þetta hái henni neitt.

Og það sem meira er það sést ekkert á löppinni. Nei nei við þekkjum hana alveg og þetta er ekkert annað brúnt hross.

 

 

Já hann Hjalti dýralækinir hefur heldur betur verið okkur hjálplegur í ýmsu basli.

Hann bjargaði t.d henni Skútu sem fárveiktist þegar þessi var í móðurkviði (sjá nánar um það hér á síðunni).

Þetta er hún Hjaltalín frá Hallkelsstaðahlíð hún er undan Álfarinn frá Syðri Gegnishólum og Skútu frá Hallkelsstaðahlíð.

Hjaltalín er árgerð 2013 og því komin inn í tamningu.

 

 

Símon frá Hallkelsstaðahlíð er undan Arion frá Eystra-Fróðholti og Karúnu frá Hallkelsstaðahlíð.

Hann er líka mættur inn og byrjaður að nema fræðin.

Hafgola frá Hallkelsstaðahlíð er undan Blæ frá Torfunesi og Kolskör frá Hallkelsstaðahlíð.

Hún er komin inn en mynd verður að birtast síðar, einnig er komin inn Topplétt frá Hallkelsstaðahlíð sem er undan Toppi frá Auðsholtshjáleigu og Létt frá Hallkelsstaðahlíð.

Nánar um fleiri tryppi síðar.

 

 

Kafteinn Ölnirs og Skútuson eyddi sumrinu í Dölunum en þar tók hann á móti góðum hóp af hryssum.

Nú er hann kominn heim í Hlíðina og hefur kvatt allar dömurnar sínar.

Fylprósentan var hreint frábær hjá 2ja vetra fola.