05.08.2016 00:26
![](/fs/2ef63729-b930-4ad6-a177-b529083655f3_MS.jpg)
Þar kom að því..................dagur eitt í hestaferð er staðreynd.
Eftir söguleg met í járningafjölda og óþarfa skipulagi var lagt af stað.
Hrossahópurinn taldi hvorki meira né minna en 100 hross en mannskapurinn eitthvað færri.
Þetta fyrsta kvöld var riðið frá okkur hér í Hlíðinni og niður að Kolbeinsstöðum.
Ferðin gekk mjög vel en ferðahraðinn var vel í efri mörkum eins og getur gerst þegar spenningurinn er mikill.
![](/fs/147fd938-7732-4f91-b845-39c3226f8b8d_MS.jpg)
Já spenningurinn.............hann birtist í ótal myndum.
Á meðfylgjandi mynd sjáið þið þrjá kalla frekar spennta.........
![](/fs/e387c405-d3e8-47ed-a004-adc4e23ce15e_MS.jpg)
Þeir eru í raun og veru yfir sig spenntir...........................en hvað veldur ????
![](/fs/49c0a216-acdb-45b5-9fe8-d0e4eca06cc3_MS.jpg)
Jú krakkar þessar elskur voru að segja tveimur fullfærum bílstjórum til við aksturinn.
Það getur tekið á að stjórna jeppakonum með hestakerrur.
![](/fs/fb09f832-8f47-4df3-a8f1-962a5a2613d0_MS.jpg)
Það er afar mikilvægt að fá staðgóðan kvöldverð þegar maður er í hestaferð.
Hann klikkaði ekki í kvöld þessi enda bauð hann uppá dýrindi Kænukjötsúpu af betri gerðinni.
Á morgun er kominn nýr dagur og þá verður riðið frá Kolbeinsstöðum að Hömluholti.
Nánar um það ...............á morgun.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir