04.02.2015 20:55
|
Þetta er Baltasar frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Arður frá Brautarholti og móðir Trilla frá Hallkelsstaðahlíð.
Myndin er tekin í mesta frosti vetrarins til þessa -11 gráðum.
Já myndatökudömunum var fórnað í frostinu.
|
Lyfting frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Gosi frá Lambastöðum, móðir Upplyfting frá Hallkelsstaðahlíð.
|
Óðinn frá Lambastöðum, faðir Sólon frá Skáney og móðir Fenja frá Árbakka.
|
Og síðast en ekki síst er hér mynd af Fleytu frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Stígandi frá Stóra-Hofi og móðir Skúta frá Hallkelsstaðahlíð.
Þessi mynd er tekin í kuldanum umræddan dag en þá var Mummi að fara á henni úti í þriðja sinn.
Fleyta litla sem er bara á fjórða vetri var sannarlega hestur dagsins, hún er bara spennandi.
Þegar hér var komið við sögu höfðu myndasmiðirnir gefist upp og horfið á braut.
En ég mun á næstunni halda áfram að kynna fyrir ykkur nokkur af þeim hrossum sem eru hér í tamningu og þjálfun.
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir