17.02.2014 22:07
Mannlíf á folaldasýningu
Bara svona fyrir ykkur sem ekki vitið þá var æðislegt veður hér í Hlíðinni í dag og dagurinn nýttur vel til þjálfunar. Hér eru þær vinkonur Marie og Fáséð að njóta sólarinnar.
Jæja nú er komið að nokkrum myndum sem sýna mannlífið á folaldasýningu í Söðulsholti.
Þessir voru hressir að vanda Svanur yfirbloggari í Dalsmynni og Hallur bóndi á Naustum.
Hún Ansú okkar frá Finnlandi kom í heimsókn um helgina og smellti sér með okkur á folaldasýningu. Þarna eru hún og Astrid frekar grimmar að sjá..................
.......................en svo hvarf grimmdin og þessar elskur sýndu sín réttu andlit.
Það var líka gaman hjá okkur Hildibrandi............ hér er það hákarlinn sem kætir okkur.........
Þessir voru flottir saman og gátu í það minnsta tekið góða hlátursroku og rifjað upp þegar Eysteinn var styttri og breiðari.
Ungdómurinn var til fyrirmyndar eins og alltaf en hér er slakað á þegar tími er til.
Nóg í bili............
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir