10.02.2014 21:38

Flottasta þorrablótið



Eitt það besta þorrablót sem ég hef sótt var haldið í Lindartungu um síðustu helgi, húsið var troðfullt og komust færri að en vildu.  Skemmtiatriðin voru frábær, hljómsveit Geirmundar í hörkustuði og sveitungarnir einstaklega kátir og skemmtilegir. Það var ýmislegt til gamans gert t.d voru fluttir tveir fréttaþættir frá Hálfellefu fréttum, en þær slógu í gegn í fyrra. 
Síðan var það heimsfrumsýning á stórmyndinni ,,Svo á jörðu sem á himni" og að auki söngur og glens.
Leikararnir fóru á kostum og nokkur nýstyrni spruttu fram á sjónarsviðið, sú sem að lék mig var eiginlega miklu betri en ég. Spurning um að fá betri nýtingu á hana ???
Á þessari fyrstu mynd eru forsöngvararnir að þenja sig af miklum krafti, Mummi, Kristján og Magnús Snorrastaðafeðgar, Ásberg í Hraunholtum, Gísli hreppsstjóri í Mýrdal og Sigurður á Kálfalæk.
Þar sem netsambandið hefur verið með daprasta móti ætla ég að smella inn nokkurum myndum á bloggið sem gefa smá innsýn í fjörið. Myndasafnið í heil mun svo koma undir flipanum album við fyrsta tækifæri.



Sú nýbreyttni var tekin upp á þessu blóti að tilnefna Kolhrepping ársins en það gerðu þeir nefndardrengir með tompi og prakt. Á myndinni er hluti nefndarinnar mættur á sviðið til að verðlauna Kolhrepping ársins en það var enginn annar en Albert á Heggsstöðum sem hlaut þennan tiltil. Það má svo sem segja að fjárstofninn hjá Heggsstaðabóndanum hafi komið honum á þennan stall en nokkur hópur kinda hjá honum hefur borið tvisvar á framleiðsluárinu. ( Sjá nánar í Skessuhorni blaði okkar vestlendinga)
F.v Albert á Heggsstöðum og því næst nefndarmennirnir Þráinn og Arnar í Haukatungu, þá Mummi en á myndina vantar Karen á Kaldárbakka sem einnig var í nefndinni.



Mummi var veislustjóri og kryddaði sögur úr einkalífinu svona á milli atriða.
Á myndinni hér að ofan má sjá viðbrögð hans heittelskuðu við sögunum................held að Þóra sé að kafna þarna við hliðina ;)




Stundum þarf að fórna sér fyrir góðan málstað og það gerði Snorrastaðabóndinn svo sannarlega. Hann kom fram fyrir hönd fráfarandi skemmtinefndar og taldi farir þeirra ekki sléttar.................en hann var með nokkuð sléttan maga.
Já þorrablótsdressin eru misjöfn og sum kannske klæðilegri en önnur.



Geirmundur hélt uppi stanslausu stuði langt fram á nótt eða það held ég allavega svona m.v hassperurnar sem komu fram daginn eftir.
 Þessir tveir hvíldu lúin bein og gerðu tilraun til að syngja Geira í kaf sem tókst als ekki.
Skúli og Halldór bóndi á Þverá.



Við Albert tókum létta sveiflu og vorum mun hressari en þessi mynd sýnir..........
Lítur ekki vel út fyrir mig ef að dansherrarnir þurfa að vera með lokuð augun í sveiflunni.



Hrannar var hress og naut sín vel þegar dömurnar litu svona hressilega upp til hans.
Mér sýnist samt að Sæunn sé hálf smeik um að hann helli yfir hana, er greinilega við öllu búin.
Sigfríð er kaldari og líkleg til að verjast með k og k ef á reynir.



Hreppstjórinn er línudanskóngur hreppsins en hér er hann bara í settlegum valsi við Ólöfu húsfreyju á Kálfalæk.



Það var létt yfir Hraunholtafjölskyldunni en þarna sést hluti af mannskapnum.



Þessar voru hressar að vanda.............. já já íslenski þorramaturinn er góður...... sérstaklega hákarlinn og brennivínið.



Þarna eru Magnús, Ingvi Már og Álfrún sem smelltu sér til okkar á blót, bara gaman að fá þau.



Já já það má drekka Grand oftar en í réttunum............ og Grandið bara komið í handhægar neytendapakkningar. Einmitt Grand var það heillin, frú Sigfríð.



,, Já mamma mín svona verð ég nú góður ef að þú .................,,
Frú Helga í Haukatungu og Þráinn nefndarmaður með meiru ræða málin.



Við dömurnar yngri og eldri ,,pósum,,  alltaf á þorrablóti og núna var sko Geiri í baksýn............ ekki svo slæmt.



Og það voru fleiri sem voru klár í myndatöku............ Astrid og Gunnar Hjarðafellsbóndi sem oftast er nú ljúfari á svipinn.



Allir í syngjandi sveiflu........................ já það var gaman á þorrablóti í Lindartungu.

Þetta er bara smá sýnishorn af myndasafninu sem af myndavélinni kom, fleiri myndir birtast á næstunni. Þið sem voruð á svæðinu ekki örvænta það kemur mynd af þér ;)