20.11.2013 21:48
Bara svona mynda.......
Svona var veðrið í Hlíðinni þegar ég fór að skoða og spjalla við folaldshryssurnar í vikunni.
Algjör draumur og eins og þarna sést er vatnið farið að legggja.
Sumir höfðu það betra en aðrir, fengu sér blund í miðri rúllunni. Alltaf gott að leggja sig eftir matinn.
Karún mín fær alltaf sérstakt knús en þarna er hún með syni sínum honum Símoni Arionssyni.
Þessar flottu mæðgur sá um það sjálfar að gefa knús, þetta eru þær Létt frá Hallkelsstaðahlíð og Topplétt dóttir hennar og Topps frá Auðsholtshjáleigu.
Já það er orðið vetrarlegt hjá okkur hér í Hlíðinni og nú fer að styttast tíminn þangað til að sólin fer í árlegt frí. Við sjáum nefninlega ekki sólin frá 30 nóvember til 14 janúar.
Þessar brosmildu dömur eru duglegar í hesthúsinu og standa sig með mikilli prýði.
Hanna og Molli frá Lambastöðum svo er það Natascha og Glitnir frá Hallkelsstaðahlíð.
Alltaf líf og fjör í Hlíðinni, mikið er nú gott að setja bara inn myndir þegar ritletin er við völd.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir