18.11.2013 12:24
Félagsmála málin.......
Um helgina var aðalfundur Félags hrossabænda haldinn í Reykjavík og einnig árleg ráðstefna um hrossarækt. Þangað var mér boðið sem formanni Félags tamningamanna.
Nokkrar breytingar eru framundan og ljóst að við þrjú sem erum þarna á myndinni munum ekki fara í hringferð um landið eins og við gerðum saman fyrir nokkrum árum.
Nú nema við smellu okkur þá í skemmtiferð en ekki vinnuferð eins og þá.
Á aðalfundinum lét Kristinn Guðnason formaður af störfum eftir 14 ár á formannsstóli.
Guðlaugur Antonsson sem verið hefur hrossaræktarráðunautur fer í ársfrí um næstu áramót og ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til endurkjörs sem formaður Félags tamningamanna á aðalfundinum nú í desember. Já þetta er bara orðið nokkuð gott finnst mér.
Það hefur verið gaman og lærdómsríkt að starfa með þessum herramönnum.
Takk fyrir skemmtilegan tíma Guðlaugur og Kristinn.
En þar sem ég veit þið farið ekki með það lengra þá hrökk ég nú svolítið við þegar ég fór að skoða hvað ég var búin að vera lengi að stússast í félagsmálum hestamanna.
En ég get sagt ykkur að 25 ár eru ekki lengi að líða.
Ég byrjaði mín störf fyrir Hesteigendafélag Borgarness og síðar Hestamannafélagið Skugga og var þar stofnfélagi. Síðan var það Hestaíþróttasamband Íslands og þegar það sameinaðist Landsambandi hestamannafélaga var ég kjörin gjaldkeri þess. Ég var formaður Hestamannafélagsins Snæfellings í nokkur ár en Snæfellingur var mitt fyrsta Hestamannafélag og við það hef ég alltaf haldið tryggð.
Þessu gamla góð mynd er sennilega tekin árið 1979 á Hestaþingi Snæfellings en þarna sigruðum við Skjóna mín unglingaflokkinn.
Litli sæti drengurinn við hliðina á mér er Lárus Ástmar Hannesson, nafninu á hinum hef ég því miður gleymt. Takið sérstaklega eftir flottu hófhlífunum og að sjálfsögðu rauðu sokkunum.
Á þessari mynd erum við að bíða eftir úrslitunum og sennilega höfum við öll fengið veifu Hestamannafélagsins Snæfellings eins og vengja var á þessum tíma.
F.v Jóhann Hinriksson, Stykkishólmi, Kristjana Bjarnadóttir, Stakkhamri, ég og síðan Gunnar Sturluson, hrossaræktandi í Hrísdal.
En aftur að félagsmálunum hjá LH sat ég einnig í nokkrum nefndum og átti góðan og skemmtilegan tíma. Það var síðan18 janúar árið 2003 sem byrjaði að stússa í félagsmálum FT og hef verið þar viðloðandi síðan. Fyrst sem formaður FT suðurdeildar og síðan sem formaður félagsins.
Góður tími með skemmtilegu fólki, já hestamenn eru frábærir þegar þeir vilja það við hafa.
Nú eru þessi skrif farin að líta út eins og minningagrein en það var nú ekki ætlunin.
Fannst bara gaman að velta þessu fyrir mér þegar ég gerði mér grein fyrir hvað þessi tími hefur flogið áfram.