12.11.2013 11:38

Þriðjudagar eru námskeiðsldagar



Á þriðjudögum er Mummi með námskeið í Söðulsholti.

Hér á eftir koma nokkrar myndir sem teknar voru þegar hann var með sýnikennslu þar.



Það voru einbeittir nemendur sem þar voru saman komnir og greinilega eitthvað alvarlegt að gerast.



................og þessi voru ekki síður einbeitt á svip.



Þarna er góður hópur á hliðarlínunni.



Kennsla er hafin í knapamerki 1 og 4 svo eru að sjálfsögðu stakir tímar og einkatímar í boði líka. Um að gera að drífa sig nú eða bætast í hópinn þegar fólki hentar.



Hringgerði eru til margra hluta nytsamleg eins og sést á þessari mynd :)



Öll aðstaða í Söðulsholti er frábær og þarna er Einar bóndi að spjalla við mannskapinn yfir kaffibolla og kleinum.
Alltaf gaman að koma í Söðulsholt.

Þeir sem vilja smella sér í reiðtíma geta haft samband við Mumma í síma eða á netfangið hans.