16.02.2013 22:54
Myrkranna á milli
Síðasta vika var vel nýtt til tamninga og þjálfunnar eða eins og þið sjáið myrkranna á milli.
Já skemmtileg vika í hesthúsinu með góðum reiðtúrum í bland við annað at sem tilheyrir þessu hestastússi. Þess á milli spáð og spekulerað í stóðhestum og öðru gagnlegu.
Það er langt síðan ég hef spáð í hver er fyrirmyndarhestur vikunnar svo það er rétt ég taki smá könnun.
Svarhlutfallið er ca 50% m.v þá sem hafa verið að ríða út í vikunni svo þetta er eins og kannanirnar á fylgi stjórnmálaflokkanna. Hinir svara ekki eða eru óákveðnir.
Hjá mér er það Gangskör Adamsdóttir og hjá Týru verknema er það Sigling Sólonsdóttir
Dalirnir heilluðu í dag og þá var brunað af stað til að skoða stóð og hitta fólk. Eins og venjulega var dagurinn ekki nógu langur til að hitta alla sem maður vildi en þá er bara að taka töku tvö við fyrsta tækifæri.
Á morgun eigum við von á henni Beký okkar sem var hjá okkur í haust, bar tilhlökkun í gangi á þessum bæ.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir