14.02.2013 21:16

Folaldasýning og meira til



 Loksins koma smá fréttir frá folaldasýningunni í Söðulsholti sem haldin var s.l laugardag.

Á myndinni hér fyrir ofan er húsfreyjan í Dalsmynni sem átti þann grip sem heillaði flesta áhorfendur á sýningunni. Það var rauðskjótta hryssan Saga frá Dalsmynni sem var valin folald sýningarinnar af áhorfendum. Spennandi hestefni Saga.
 Innilega til hamingju með Söguna þín Guðný Linda.

Eins og venjulega var folaldasýningin hin mesta skemmtun allavega fyrir þá sem hugsa lítið um annað en hross. Margir glæsigripir sem sýndu auk þess stórfína gæðingstakta.



Þessir höfðingjar voru að vonum kátir með árangurinn en þeirra hryssur báru sigur úr bítum í flokki hryssna. Þetta eru þeir Sölvi, Jónas og Einar bóndi í Söðulsholti.



Þetta eru verðlaunahafar í flokki hestfolalda Sigríður, Siguroddur og Bjarni Jónasson.

Öll úrslit eru inná síðunni hjá Söðulsholti sem er í tenglaröðinni hér á síðunni.

Ég læt hér fylgja með mannlífsmyndir frá þessum góða degi sem við áttum í Söðulsholti.



Það er alltaf jafn gaman og gott að koma í Söðulsholt þökk sé þessum höfðingja Einari bónda.



Þessir virðulegu bændur spjölluðu yfir kaffisopanum vafalaust eitthvað spennandi.
Svanur Dalsmynnis bóndi og Jón bóndi í Kolviðarnesi.



Ólafur Tryggvason og Guðný Linda voru hress og kát að vanda.



Hér eru Skúli og tvær hressar Borgarfjarðardömur þær Sæunn á Steinum og Svandís í Höll.
Sennilega hefur verið einhver lögg af ,,þorrablótsvatni,, eftir sem notuð hefur verið í kaffið hjá Sæunni. Að minnsta kosti hallar frúin eitthvað eða er að reyna að fara í felur..........
En talandi um kaffið það var frábært að vandi hjá þeim hjónum á Þverá.
Já reykt nautatunga og skonsur ala Áslaug erum stór partur af árlegri folaldasýningu.



Eins og áður hefur komið fram var þorrablótið á föstudaginn en folaldasýningin á laugardaginn. Á myndinni hér að ofan sést glöggt að Kolhreppingar höfðu ekki náð nægum svefni og var því vel þegið að halla sér í fóðurvagninn svona á milli atriða.
Það var hins vegar meiri galsi í folöldunum sem mættu úr hreppnum en þau henntust á harðastökki um alla reiðhöllina. Örþreyttum eigendum og stuðningsmönnum til lítillar gleði.
Á næsta ári verður heldur skerpt á fóðri forráðamanna en frekar dregið úr fóðrun folaldanna.



Þessi voru nú feskari á föstudaginn en það er skýring á því.................fesk á föstudegi, lekker á laugardegi.   Nema hvað,.?



Hraunholtahjónin báru sig vel þrátt fyrir erilsama þorrablótsnótt enda ýmsu vön eins og við hin.

Samantekt: Glæsileg folöld, skemmtilegt fólk á góðum stað, hvað getur maður beðið um meira daginn eftir þorrablót????

Gömlu höfðingshryssurnar Dimma og Upplyfting fóru í ,,grænu hagana hinumegin,, í dag. Mér finnst alltaf eftirsjá þegar vinir til marga ára flytja sig um set.
En svona er lífið, þær skilja þó eftir sig fullt af góðum minningum og skemmtilegum
afkvæmum.

Brák litla dóttir Rákar og Pilts frá Sperðli flutti svo til nýrra eigenda í dag, bara gaman að því.
Til hamingju með Brák litlu vonandi á hún eftir að reynast vel á nýjum slóðum.