05.02.2013 23:14

Og þorrablótið nálgast



Þeirra bíður ekki gott sem lenda í klóm fréttamanna "Hálf-11-Frétta" á þorrablóti í Lindartungu 8.feb næstkomandi.

Ó nei þessir herrar hafa gengið lausir síðustu daga og ekki víst að allt sem þeir hafa komið nálægt sé í lagiiiiiiiiiii............................
Þeir hafa ruðst inní gripahús, hrekkt húsmæður, hrellt húsbændur og hjú......össssöss.
Þeir eru svakalegir....................
Til að kanna hvað þeir hafa verið að bralla er best fyrir ykkur að mæta á þorrablóðið ef þið þorið :)
Gætu verði nauðsynlegar upplýsingar fyrir burtflutta sveitunga og aðra áhugasama velunnara gamla Kolbeinsstaðahrepps.
Miðapantanir í síma 4356631 meðan birgðir endast.

En að öðru................. hér í Hnappadalnum höfum við verði netsambandslaus í næstum því viku. Mjög þreytandi en vekur mann til umhugsunar um það hversu við erum orðin háð netinu í daglegu lífi.

Í gær kom hún Tyra til okkar en hún kemur frá Svíþjóð og ætlar að vera hjá okkur í verknámi.
Gaman að fá fleiri með okkur í hesthúsið, velkomin Tyra.

Á sunnudaginn smellti Freyja smalahundur sér á hundahitting í Söðulsholti, að sjálfsögðu fékk eigandinn að fara með. Nú er bara að vita hvort ekki verður meira úr tamningu og þjálfun á henni eftir svona hvetjandi hitting. Nægur er áhuginn og þá er bara að beina honum í réttan farveg og búa til gagn og gaman.