27.12.2012 22:35
Smá myndaflakk en enginn áramótapistill kominn
Þarna er Mummi að keppa á Skútu frá Hallkelsstaðahlíð sem nú hefur það hlutverk að framleiða vonandi gæðinga fyrir eigandan. Byrjað er að temja tvær dætur Skútu, Snekkju sem er á fimmta vetri undan Glotta frá Sveinatungu og síðan Trillu sem er á fjórða vetri undan Gaumi frá Auðsholtshjáleigu. Næst í röðinni er svo Þjóðhátíð sem er undan Glymi frá Skeljabrekku, þá er það Fleyta undan Stíganda frá Stóra-Hofi og að lokum hestur undan Sparisjóði mínum. Skúta er núna fylfull eftir Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum.
Það er ótrúlegt hvað maður getur gleymt sér í gömlum myndum og þar með ekki gert neitt af viti sem maður ætlaði. Í staðinn fyrir að skrifa gáfulegan áramótapistil koma nokkrar myndir héðan og þaðan. Vonandi hafið þið gaman af þeim.
Þarna er hann Kátur minn hann er undan Auði frá Lundum og Karúnu. Kátur er á fjórða vetur og kominn vel af stað í tamningu.
Þetta er Kátur þegar hann var folald alltaf frekar sperrtur þó svo að hann hafi alltaf verið spakur.
Þessi mynd er tekin á folaldasýningu í Söðulsholti fyrir nokkrum árum, þarna eru tvær dætur Baugs frá Víðinesi. Þetta eru hryssurnar Fáséð frá Hallkelsstaðahlíð og Sjaldséð frá Magnússkógum. Sjaldséð var sýnd í vor og er komin í 1 verðlaun við ákváðum að hafa hana gelda í ár en Fáséð er enn ósýnd.
Bráðskemmtilegar hryssur með mikinn persónuleika og ekki skemmir litadýrðin.
Þessi dama er líka komin inn og byrjuð í tamningu en þetta er Stjarna frá Hallkelsstaðahlíð undan Feyki frá Háholti og Upplyftingu frá Hallkelsstaðahlíð.
Stoltur sonur Alvars frá Brautarholti og Tignar minnar er úrvals fyrirsæta og sperrir sig gjarnan fyrir myndatökur.
Það gera reyndar líka þær frænkur Stekkjaborg og Krakaborg, Stoltur á bakvið.
Stekkjaborg er undan Hlyn frá Lambastöðum og Dimmu en Krakaborg er undan Sporði frá Bergi og Þríhellu.
Þessi mynd er tekin fyrir nokkrum árum eða á þeim árum sem Mummi og Dregill voru í Garðabænum að leika sér.
Og að lokum........það er örugglega rosafjör í Finnlandi núna hjá þessum dömum, þá varð ég að smella inn einni mynd frá uppvaskinu í Hallkelsstaðahlíð. Í þá gömlu góðu :)
Og svona voru þessi flottu partýljón á góðum degi, sungið og haft rosagaman.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir