13.03.2012 23:15
Listinn góði
Eins og ég sagði ykkur frá þá hefur verið birtur listi yfir þá knapa sem voru með lang fæsta áverka á síðasta ári úr tíu kynbótasýningum eða fleiri.
Það skal tekið fram að margir fleiri knapar náðu góðum árangri en hér er bara horft til þeirra knapa sem sýndu a.m.k tíu sýningar. Fjórir knapar eru ekki skráðir með neina áverka og tveir af þeim sýna yfir 30 hross og þar af voru nokkur í verðlaunasætum á Landsmóti.
Í stafrófsröð.
Nafn Fjöldi Hæfileikar Áverkar Hlutfall
Anton Páll Níelsson 10 7,88 1 10%
Erlingur Ingvarsson 10 7,82 1 10%
Gísli Gíslason 38 7,73 0 0%
Hekla K Kristinsdóttir 10 7,87 0 0%
Helga Una Björnsdóttir 10 7,83 1 10%
Jakob S Sigurðsson 86 7,94 7 8,1%
Jóhann K Ragnarsson 21 7,82 1 4,8%
Karen L Marteinsdóttir 10 7,58 0 0%
Mette Mannseth 30 8,16 0 0%
Sara Ástþórsdóttir 10 8,09 1 10%
Steingrímur Sigurðsson 13 8,09 1 7,7%
Vignir Siggeirsson 10 7,77 1 10%
Eins og þessi listi ber með sér eru fullyrðingar sem stundum hafa heyrst um að ekki verði komist hjá áverkum ef sýna eigi mörg hross til árangurs, hreinlega rangar.
Mín skoðun er sú að á hverju ári eigum við að birta lista yfir þá sem bestum árangri ná á þessu sviði. Það er hvatning til knapa um að leggja sig fram og góðar upplýsingar fyrir hrossaræktendur.
Að hampa því sem jákvætt er huggnast mér betur en að rífa niður og vellta mér upp úr því neikvæða.
Til hamingju knapar góðir þetta er góður listi.
Það skal tekið fram að margir fleiri knapar náðu góðum árangri en hér er bara horft til þeirra knapa sem sýndu a.m.k tíu sýningar. Fjórir knapar eru ekki skráðir með neina áverka og tveir af þeim sýna yfir 30 hross og þar af voru nokkur í verðlaunasætum á Landsmóti.
Í stafrófsröð.
Nafn Fjöldi Hæfileikar Áverkar Hlutfall
Anton Páll Níelsson 10 7,88 1 10%
Erlingur Ingvarsson 10 7,82 1 10%
Gísli Gíslason 38 7,73 0 0%
Hekla K Kristinsdóttir 10 7,87 0 0%
Helga Una Björnsdóttir 10 7,83 1 10%
Jakob S Sigurðsson 86 7,94 7 8,1%
Jóhann K Ragnarsson 21 7,82 1 4,8%
Karen L Marteinsdóttir 10 7,58 0 0%
Mette Mannseth 30 8,16 0 0%
Sara Ástþórsdóttir 10 8,09 1 10%
Steingrímur Sigurðsson 13 8,09 1 7,7%
Vignir Siggeirsson 10 7,77 1 10%
Eins og þessi listi ber með sér eru fullyrðingar sem stundum hafa heyrst um að ekki verði komist hjá áverkum ef sýna eigi mörg hross til árangurs, hreinlega rangar.
Mín skoðun er sú að á hverju ári eigum við að birta lista yfir þá sem bestum árangri ná á þessu sviði. Það er hvatning til knapa um að leggja sig fram og góðar upplýsingar fyrir hrossaræktendur.
Að hampa því sem jákvætt er huggnast mér betur en að rífa niður og vellta mér upp úr því neikvæða.
Til hamingju knapar góðir þetta er góður listi.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir