29.02.2012 22:07
Gaman að góðum Glotthildarfréttum
Glotthildur frá Hallkelsstaðahlíð.
Núna býr Glotthildur erlendis eins og sagt er, þessi mynd er tekin þegar hún var ung og enn með stóðinu í fjallinu hér heima í Hlíðinni.
Ég hef reglulega fengið fréttir af Glotthildi og var nú heldur betur kát þegar ég fékk nýjustu fréttirnar frá tamningamanninum og eigandanum.
Bara gaman þegar vel gengur með hrossin hjá nýjum eigendum.
Mummi fór til Svíþjóðar um síðustu helgi og var þar með reiðnámskeið hjá góðu fólki, alltaf gaman að fara á nýjar slóðir.
Á þriðjudögum er hann svo með góðan hóp sem byrjaði í sínum fyrsta tíma í gær.
Nú er riðið út hér af mikilli elju enda fullt hús af skemmtilegum hestum sem gaman er að vinna með.
Skemmtilegu Hersveinssynirnir komu aftur til okkar í gær og í dag komu líka nýjir hestar í stað þeirra sem fóru heim til sín í gær. Já koma og fara, fara og koma það er gangurinn.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir