16.02.2012 21:55
Folaldasýning á næstu grösum
Enginn tími hefur gefist síðustu daga til að skrifa eitthvað hér á síðuna en núna kemur smá.
Mummi var með reiðnámskeið í Grundarfirði um síðustu helgi og fer þangað aftur um þá næstu.
Ég smellti mér á endurmenntunnarnámskeið íþróttadómara á sunnudaginn síðasta.
Ágætis námskeið og fyrirlesturinn hjá honum Einari Öder var algjör snild, bæði skemmtilegur og fræðandi.
Mikið hefur verið riðið út í vikunni enda veðrið með besta móti og því dagarnir í hesthúsinu afar langir og fjölbreyttir.
Fyrirmyndahestar vikunnar eru Tryggð Blæs, Silla Sólons og Stjarna Hryms.
Eigendur hafa komið að líta á gripina sína og en aðrir bara í heimsókn.
Smá örmerkileiðangur var tekinn í aðrar sveitir um leið og litið var í afmæliskvöldkaffi.
Við endurheimmtum líka gripi sem stungið höfðu af og ferðast á eiginn vegum í algjöru óleyfi.
Já og ýmsar aðrar uppákomur hafa á dagana drifið þessa vikuna sem ekki verða tíundaðir hér.
En framundan er folaldasýning í Söðulsholti á laugardaginn og er stefnan tekin þangað ef að veður leyfir. Ég er afar veðurhrædd þegar kemur að því að ferðast með folölin okkar.
En vonandi verður gott veður á laugardaginn svo að ég þurfi ekki að tuða um að heima sé best.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir