07.02.2012 18:27

Sitt lítið af...........



Þetta er hún Freyja litla fjárhundur sem dreymir um kindur bæði í svefni og vöku.
Kannske rætast draumarnir og fjörug smalaævintýri með krassandi fjöri á næsta leiti ?

Það er hálfgert vor hér í Hlíðinni var a.m.k 10 stiga hiti í morgun og blíða en fór að hvessa með látum þegar leið á daginn. Ég er ekki frá því að það hafi verið vor í nokkrum hrossum sem höfðu mikla hreyfiþörf þegar þau komu út. Allt fór samt vel fram og menn og hestar urðu undantekningalaust samferða í þeim ferðum sem farnar voru í dag.



Folöldin hafa mikinn áhuga á að fylgjast með þegar riðið er framhjá stóðinu og þarna hefur eitthvað mjög mikilvægt verið í gangi.
Þetta eru frænkurnar Stekkjaborg og Krakaborg en á bakvið sperrir Stoltur litli sig.



Fyrstu reiðtúrarnir eru oft skemmtilegir þó svo að ,,barnabragð,, sé af heildarmyndinni.
Á þessari mynd er gripurinn í fyrsta sinn fyrir utan gerði og inniaðstöðu.
Það er alltaf svo gaman að spá í spennandi tryppi sem eru að byrja í tamningu.

Annars gengur allt sinn vanagang og nóg um að vera sérstaklega í hesthúsinu.

Í síðustu viku voru ýmis afrek unnin svo sem keyrður út skítur sem var að verða til vandræða þar sem veður og færð höfðu ekki verið hliðholl okkur.
Við vorum orðin full værukær hvað tíðarfarið varðaði enda síðustu ár ekki gefið tilefni til annars. Þetta verður sennilega betra næsta vetur því eftir slæmt vor árið 2011 reikna ég algjörlega með því að vorið 2012 verði harðindavor.

Stjórn Félags tamningamanna fundaði líka í síðustu viku enda mörg erindi til að afgreiða.
Góður fundur og ýmislegt framundan hjá félaginu sem er athygglivert.

Brunað var eitt kvöldið á leikritið Skugga Svein sem sýnt var í Lyngbrekku. Aldeilis frábær skemmtun með góðum leikurum og sumum hreinlega frábærum.
Hefði örugglega verið til í að fara aftur ef það hefði verið í boði.