05.02.2012 22:08

Já já svolítið meira frá þorrablótinu



Veislustjórinn á þorrablótinu kynnti ýmsa gagnlega hluti svona á milli atriða, hér er það búnaðurinn sem gæti hjálpað ,,hægdrykkumönnum,, við drykkjuna.



Þetta aftur á móti kemur sér vel fyrir þá sem vilja ná upp sæmilegum dampi við drykkjuna.



Hér eru kátir nágrannar úr Miklaholtshreppnum ómissandi fólk á þorrablótið.



Ekki er ég viss um hvort að Hraunholtafrúin ætlaði að skála við Bergsfrúnna eða taka af henni glasið ????..................en Dúddý sá um að allt færi þokkalega fram.



Hér er farið að líða á kvöldið...............
Mig grunar að hér hafi verið pólutískar umræður í gangi og þess vegna sé myndin svona.........það er ekki allt á hreinu  í stjórnmálaheiminum í dag. Eða hvað????
Sigurður Hraunholtabóndi og Einar ,,Bónusbóndi,, ræða málin.