04.02.2012 21:56

Þorrablót 2012



Það var þröngt á þingi og mikið fjör þegar árlegt þorrablót í Lindartungu fór fram í gær.



Margt var til gamans gert en þó er það oftast maður sem er manns gaman á svona samkomum.



Hljómsveitin var góð enda uppáhalds hljómsveitagæinn minn í henni.......Einar frændi minn.



Enginn trommari var í hljómsveitinni en það hafði valdið Albert á Heggsstöðum áhyggjum um langa hríð. Veislustjórinn Kristján bóndi á Snorrastöðum var samt klár á ,,kanntinum,, ef að illa færi hjá hljómsveitinni. Já þeir sjá fyrir öllu þessar elskur.



Og að sjálfsögðu voru þessi heiðurshjón mætt eins og venjulega.



Það fór vel á með þessum dömum eins og meðfylgjandi mynd sýnir glöggt.



Og ekki var samkomulagið síðra hjá þessum.



Björg og Ingvi Már skemmtu sér vel en þetta var þorrablótsfrumraun Ingva Más sem lét ýmislegt yfir sig ganga svo sem að tjútta við gamla frænku svo eitthvað sé nefnt.



Sumir taka ,,virðulegan,, snúning á meðan aðrir taka sveiflu með stæl......................



Þessi mynd gæti nú alveg heitið hláturskastið......................mikla í Lindartungu.



Þarna var kominn svefngalsi í sumar enda búið að tjútta fyrir allan peninginn.



Ég held að hér hafi u.þ.b verið að ganga frá skemmtidagskrá næsta ættarmóts...............frændurnir.



Frekar eru þeir spekingslegir þessir kappar svona í þorrablótslok...................hvað ætli sé í gangi..............líklega körfubolti eða bilaðir traktorar.



Þarna er ein í lokin af þeim Sveinbirni og Þóru sem voru sessunautar á blótinu.