26.01.2012 21:36

Ræktun..........



Bara ein setning um veðrið....................það varð ekki næstum eins slæmt og veðurfræðingarnir spáðu svo það er ekki einu sinni ófært hingað til okkar í Hlíðinni.

Ég átti örugglega eftir að segja ykkur undan hverju folöldin sem væntanlega fæðast hér í vor eru. Það er kannske glannalegt að tala um það sem ófætt er en ég læt vaða hér með.

Létt fór undir Frakk frá Langholti.
Karún fór undir Spuna frá Vestukoti.
Kolskör fór undir Arð frá Brautarholti.
Skúta fór undir hann Sparisjóð minn.
Rák fór undir Dyn frá Hvammi.
Dimma fór undir Loga frá Ármóti.
Upplyfting undir Gosa frá Lambastöðum.

Undan þessum hryssum öllum nema Rák eru núna tryppi á fjórða vetur sem flest eru komin inn til tamningar.

Léttlindur undan Létt og Hróðri frá Refsstöðum.
Jarpur undan Karúnu og Glotta frá Sveinatungu.
Blástur undan Kolskör og Gusti frá Hóli.
Snekkja undan Skútu og Glotta frá Sveinatungu.
Sigling undan Dimmu og Sólon frá Skáney.
Lyfting undan Upplyftingu og Gosa frá Lambastöðum.

Fimm af þessum hryssum eru núna með folöld sem eru undan eftirfarandi hestum.

Létt er með Léttstíg sem er undan Sporði frá Bergi.
Karún er með Lífeyrissjóð sem er undan Alvari frá Brautarholti.
Kolskör missti undan Arði frá Brautarholti.
Skúta er með Fleytu sem er undan Stíganda frá Stóra-Hofi.
Dimma er með Stekkjaborg sem er undan Hlyn frá Lambastöðum.
Rák er með Fjarka undan Þristi frá Feti.


Svo komu nokkrar hryssur tómar frá stóðhestum sumarið 2011 og undir nokkra fáum við að koma aftur.
Já það er alltaf gaman að spá og spekulegra í þessum málum.

Fyrirmyndarhestar dagsins...............já já ég ætla bara að hafa það fyrir mig núna en ég er ánægð með MINN.