18.01.2012 22:02
Af andlegu uppnámi og ýmsu öðru
Colgate hvað ????
Ég er í andlegu uppnámi eða var það allavega fyrir ekki svo löngu síðan, það er ekkert grín fyrir ráðsetta húsfreyju að horfa á handbolta. Leikurinn í kvöld var rosalegur og eins gott að uppáhalds norska vinkona mín hún Randi var ekki með mér í sófanum, ég sagði svo margt ljótt áður en sigurinn var í höfn.
Já það er alltaf fjör hér á bæ þegar handbolti er í sjónvarpinu, dómarnir vitlausir ef að við erum að tapa en frábærir þegar betur gengur. Það er ekki bara í hestamennsku sem að dómararnir eru misvitrir og óviðráðnlegir þegar maður er í stúkunni eða brekkunni.
Svona fyrir ykkur sem að ekki hafið verið eða reynt að vera gestkomandi hér þegar spennandi leikur er í sjónvarpinu þá er hér lýsing sem að getur átt við..........
Poppið flaug út um allt gólf, Salómon yfirköttur flúði í bílskúrinn og hundarnir fóru að gellta því þeim fannst þessi óp líkjast smalahljóðum.
Enginn reynir að hringja nema einu sinni.....á meðan leikur stendur yfir.
Og svo heldur fjörið bara áfram á næstunni og rólegheitin hjá okkur hér í Hlíðinni......
Í gær brunaði ég á fund með mótsstjórn Landsmóts 2012 þar sem staða mála varðandi mótið var rædd. Ágætis fundur og vitið þið hvað rétt rúmir fimm mánuðir í landsmót.....
Þetta verður bara skemmtilegt og örugglega frábær gæðingaveisla eins og á LM s.l sumar.
Það hefur verið gott reiðfæri að undanförnu og ýmislegt sem að ég ætti nú að fara að mynda, svona til að gefa ykkur einhverja hugmynd um það hvað er að frétta.
Fyrirmyndar hestar dagsins...........uuuu......Glottadóttir, Hrymsdóttir og Gosadóttir eins og þið sjáið eiga þessar elskur bara feður og engin nöfn......svona snemma vetrar:)
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir