09.01.2012 22:15

Gleðilegt ár 2012



Þar sem við vorum frekar léleg að taka myndir þessi jólin þá er hér ein gömul og góð sem tekin er á seinni hluta síðustu aldar. Eins og sjá má eru kræsingar á borðum og allir í sínu fínasta pússi. F.v ,,húsfreyjan,, þarna með næstum því ljósarkrullur, amma Hrafnhildur, Halldís Bíldhólsfrú, Dúna Hrauntúnsfrú og Sveinbjörn velhærður og dökkur.
Já það finnst mikill fjársjóður í gömlu myndunum.

En......... kæru vinir við hér í Hlíðinni óskum ykkur gleðilegs árs farsældar og friðar á nýju ári með kæru þakklæti fyrir heimsóknirnar hingað á síðuna.
Vonandi eigum við eftir að eiga ánægjulega samleið á því herrans ári 2012.

Eins og þið hafið tekið eftir þá hef ég ekki verið dugleg að setja inn fréttir síðustu dagana, það á sér skýringar sem að ég tel best að vera ekki að tíunda hér enda er það heilög stefna hjá mér að geðvonskast í algjöru lágmarki hér á síðunni.
Ég hef sem sagt verið að mestu netlaus síðustu tíu dagana og ef að netið hefur komið inn þá hefur það stoppað stutt og verið hægfara.
Netsambandið hjá Hringiðu er dæmi um það hvernig starfskraft þú vill ekki hafa í vinnu.

Við þurftum ekki að þola mikið fjölmiðlaáreiti um áramótin en þá vorum við útvarpslaus, sjónvarpslaus, símalaus já og alveg vitlaus....................eins og hrossin okkar sem að hata flugelda.
Já það er ekkert grín að búa undir háum hömrum í þröngum dal þegar áramótaskothríðin dynur yfir. En allir lifðu þetta af bæði menn og hestar sem er fyrir mestu þó svo að geðslag húsfreyjunnar hafi hrunið í ca 6.0 um stundarsakir.

Já talandi um tölur þá hef ég verið að horfa á myndir frá landsmótinu og hugsa mikið um dóma og einkunnir. Sumt sem fyrir augun ber á þessum diskum staðfestir það sem maður taldi sig sjá á mótinu en annað veldur vonbrigðum já bara nokkuð miklum vonbrigðum.
Meira hvað það er alltaf gaman að spekulegra í hrossum, hvenær ætli það eldist af mér ???

Nú er allt komið á fulla siglingu í hesthúsinu eftir örlitla slökun um hátíðirnar og hvert pláss að verða fullsetið. Óveðursdagar fóru í tannröspun, járningar og snyrtingar auk þess sem að inniaðstaðan var fullnýtt.
Folaldasýningunni sem að vera átti í Söðulsholti um næstu helgi hefur verið frestað fram í febrúar enda eins gott þar sem veður og færð hefur verið hundleiðinlegt.

Vonandi verður netsambandið betra á næstunni svo að ég geti smellt hér inn nýjum fréttum.