28.04.2010 22:24
,,Grasið grænkar alltaf aftur,,
Vá nú eru þið heppin..............af hverju ??? Jú vegna þess að ég komst ekki inn úr hesthúsinu að blogga fyrr en ég var orðin svo þreytt að allur hamur er horfinn út í norðan garrann og húsfreyjan orðin eins og ljúfasta lamb. Sem húnvar sko ekki fyrr í dag en er samt næstum alltaf (að eigin sögn)........................
Já þá var það pólitíkin, útrásin, bankarnir, fallega fræga fólkið og margt margt fleira.
Spurning hvort að ég ætti ekki bara að hætta að hlusta á útvarpið????
Sennilega hollara.............fyrir blóðþrýstinginn.
En sem betur fer er þetta liðið hjá og lífið dásemdin ein..... Hnappadalurinn gullfallegur, hrossin góð og húsverkin leikur einn.
Skrítið hvað það er létt að skipta um skap en dekkjaskipti hreinasta ógn við geðheilsuna.
Hitastigið var gott í dag en vindurinn full ríflegur svo að mannskapurinn er svolítið blómlegur eftir útiveruna.
Við erum ennþá laus við hestapestina sem gengur nú um landið , hvað svo sem það verður nú lengi. Heyrði aðeins frá Hólum í dag og þar er bara búið að aflýsa prófum og fresta útskriftum um óákveðinn tíma. Leiðinlegt fyrir krakkana og setur strik í reikninginn hjá þeim með þeirra skipulag.
Nú styttist óðfluga í seinna prófið sem að Mummi tekur í Steinsholti eins gott að allir haldi heilsu og verði tilbúnir í slaginn bæði hestar og menn.
Spurning hvaða afleiðingar þetta hefur svona á landsmótsári fyrir sýninga og mótahald?
Undarleg þessi veröld..........kreppa, skýrsla, eldgos og hestapest, eins gott að rifja upp það sem oft er sagt á þessum bæ...............,,það sem ekki drepur það herðir,,
Í dag hringdi svo fyrsti veiðimaður vorsins í mig til að forvitnast um hvort að við værum farin að veiða. Eins og við var að búast var lítið um að vera í þeim málum hjá okkur en ég bauð hann bara hjartanlega velkominn og vonast til að hann geti gefið mér upplýsingar um stöðu veiðimála sem fyrst.
Annars er mikill hugur í okkur og er ætlunin að taka vel á móti veiði og tjaldgestum í sumar.
Verið hjartanlega velkomin með tjaldið, góða skapið og stöngina.
Ekki má nú gleyma fyrirmyndarhesti dagsins í öllum látunum sem í dag var Gosinn góði:)
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir