07.02.2010 22:25

Þorrablót í Lindartungu.



Þá er frábært þorrablót að baki já örugglega eitt af þeim bestu með troðfullu húsi og frábærum mat sem eins og oft áður kom frá Guðmundi í Venus og hans fólki.
Skemmtiatriðin voru fín fréttaauki úr Kolbeinsstaðahreppi unnin af þorrablótsnefndinni og stílfærð af Gísla Einarssyni frétta og út og suðurmanni.
Síðan söng Magnús ráðherraekill Magnússon skemmtilegar vísur sem hann hafði sett saman um sveitungana. Mummi og Sparisjóður fengu sinn toll af kveðskap og væri gaman að hafa uppá honum og smella hér inn. Að lokum spiluðu sprækir sauðfjárbændur og skógarpúkar fyrir dansi sem stóð nærri því fram á næsta dag.
Myndavélin var með í för og verður afraksturinn týndur hér inn á næstunni.
Þó fyllsta velsæmis gætt...................



Já skemmiatriðin voru spennandi...............Astrid, Guðbjörn, Jóhanna og Jón.



...........Sigfríð, Þóru, Ölmu og Mumma fannst líka gaman.



Þessi voru bara sæt og stillt.................sko þarna.



Það var líka gaman hjá þessum Astrid og Guðbjörn.



Þá var það biðröðin..........sumir biðu svo lengi að þeir skruppu saman af hungri. Í öfugri röð Ásberg, Siguroddur(samanskroppinn), Lalli, Gísli og Guðbjörg.



Brjálaði handboltadaninn borðaði svið af mikilli innlifun..................eins og sjá má.



Þarna voru líka góðir fulltrúar af Skógarströndinni Jóhanna og Jón Zimsen Leitishjón hress að vanda.



Það fór vel á með Skúla og sauðburðarkonunni......................



Svo var að sjáfsögðu dansað af líf og sál................................



.............og þessi voru sko í stuði Lalli og Astrid í sveiflu.



Svo voru heimsmálin rædd og lagt á ráðin fyrir næstu leitir.

Já þetta var frábært þorrablót.