16.02.2009 23:00

Smalinn á Hólum.


Jæja þar sem ég hef ekki verið duglegur að setja inn fréttir frá Hólum ákvað ég að skella inn einni dagbókarfærslu sem við eigum að skrifa á hverjum degi. Þetta er sem sagt dagbók fyrir nemenda hestinn minn hann Fannar. Vonandi skiljið þið hvað ég er að fara, en við notum fullt af hlutum og aðferðum sem ég nefni þarna eins og þið séuð búin að lesa dagbókina frá upphafi.

16.02.09

Markmið tímans: æfa okkur fyrir smala prófið.

Ég byrjaði á því að teyma Fannar um höllina og sína honum allt sem fyrir augu bar. Síðan byrjaði ég á að teyma hann upp á pallinn sem búinn er til úr brettum og var nú í fyrsta sinn orðinn þrjár brettahæðir. Hann labbaði rakleitt uppá pallana og þá losaði ég gjörðina á honum til að gefa honum umbun fyrir að fara þarna upp. Með því að losa svona gjörðina náði ég að gera þetta annars litla svæði að þægilegum stað og fannst honum bara nokkuð gott að vera þarna fyrst hann fékk umbun! Svo næst kastaði ég gærunni nokkrum sinnum í hann á alla mögulega og ómögulega staði og var hann alveg salla rólegur við það. Þá skellti ég mér á bak og prófaði að fara í að opna og "reyna" að loka hliðinu. Það gekk ekki alveg eins og ég hefði viljað svo ég verð að taka mér meiri tíma í það næst. Svo fór ég að boltanum og fór að reyna að koma honum á milli hringpunktanna  sem gekk bara furðu vel að mér fannst. Fannar er farinn að leyfa mér að drippla boltanum við hliðina á sér meðan ég er á baki, síðan hjálpaði Ísó mér við að drösla boltanum með mér á bak og var Fannar bara salla rólegur með það. En býsna erfitt verður að koma boltanum rétta leið þar sem hann lætur ekki alveg af stjórn og fótboltahæfileikar Fannars ekki alveg nógu góðir!:/ en það kemur hjá okkurJ Svo skeltum við okkur í að hoppa yfir tunnurnar í fyrsta skiptið með mig 100kg manninn á bakinu. Hann var aðeins smeykur fyrst enda ekki við öðru að búast þegar á að hoppa með svona ,,léttavarning,, yfir tunnur. Hann sveigði frá í fyrstu skiptin og við hittum ekki á tunnurnar. En þá kom Ísó okkur til bjargar og stóð við endann á tunnunum þannig að það var ekki um annað að velja en að fara á tunnurnar. Fyrsta stökkið enduðum við á maganum vegandi salt ofaná tunnunni, en svo í næsta stökki lenti ég á spari stellinu í hnakknum og verð víst bara að taka afleiðingunum af því. Þá kom að þriðja og okkar besta stökki þennan daginn og tókst það bara nokkuð vel!:) Svo var komið að lambinu ljúfa sem reiða þarf á tölti yfir tré ramp á tölti. Ég náði í lambið af gólfinu og gekk það bara furðu vel í dag að síga út á hlið hestsinns og ná því uppá. Svo var slegið í og riðið á tölti yfir og stöðvað hinumegin við pallinn og lambið lagt mjúklega niður svo ekki myndi það merjast. (eða eins og Ísó segir gjarnan "lítið fæst fyrir marið lamb")

Þetta var þræl fínn tími og gekk bara nokkuð vel miða við það sjokk í morgun sem við fengum þegar okkur var gerð grein fyrir kröfum í tveim næstu reiðmennsku prófum sem eru ekkert lilla dæmi!!

Jákvætt: Fannar var rólegur og yfirvegaður, flest gekk upp.

Það sem þarf að bæta: Verð að æfa mig meira í að opna og loka hliðinu í næstu tímum.