05.02.2009 23:36

Kolla mín og danskur dagur




 

Ég er alltaf að reyna að standa mig í því að bæta inn upplýsingum á vefgluggann okkar.
Í dag setti ég myndir inná ,,hrossarækt,,af nokkrum hryssum sem við notum í ræktun. Hér með er mynd af henni Kollu minni sem heitir fullu nafni Kolskör frá Hallkelsstaðahlíð. Hún er 1 verðlauna hryssa undan Dósent frá Brún og Karúnu frá Hallkelsstaðahlíð mikill uppáhalds gripur hjá húsfreyjunni. Kolskör hefur átt tvö afkvæmi Hlíð sem er móvindótt hryssa undan Glymi frá Skeljabrekku og svo Blástur undan Gusti frá Hóli. Núna er hún fylfull við Adam frá Ásmundarstöðum. Spennandi..................

Nú hafa báðir hvolparnir hennar Deilu fengið nafn, að sjálfsögðu heitir hann Ófeigur bara Ófeigur. En nú hefur hinn hann Þorri litli fengið nafn, hann fæddist jú á Þorranum. Þeir dafna ljómandi vel og fara bráðum að sjá.

Í gær hringdi hún Astrid vinkona okkar frá Danmörku, hún var hjá okkur í haust og vetur og var að kanna hvort allt væri ekki í góðu lagi. Þennan sama dag fengum við líka bréf frá honum Per sem er danskur vinur okkar, þannig að þessi dagur var eiginlega ,,danskur,, Alltaf gaman að heyra frá góðum vinum. Takk Astrid og Peremoticon

Á morgun er þorrablótið okkar í Lindartungu, fullt af fólki að koma og við alveg að smella í gírinn. Gaman........................