20.01.2009 22:42

Mótmæli og brotthvarf


Í dag var dagur mótmæla fólk safnaðist saman niður í miðbæ Reykjavíkur og mótmælti af líf og sál. Ég skil vel að fólk sé búið að missa þolinmæðina, ég hefði örugglega farið niður í bæ ef að ég hefði verið í Reykjavík. En mótmæli eru vandmeðfarin eins og velgengni auðvelt að fara úr leið og lenda í vandræðum. Vonandi ganga mótmælin vel og bera árangur án þess að allt fari úr böndunum.




Ég held að krummarnir hérna í Hlíðinni hafi líka verið að mótmæla í dag. Þeir sátu uppá staur og krunkuðu með miklum látum Snotru til mikils ama. Öðru hverju tóku þeir stutt útsýnisflug svona 50 metra í einu allavega passaði uppá meter að þegar Snotra var að ná þeim flugu þeir upp.emoticon  Spurning hvort að hún ætti að fá liðstyrk frá Badda frænda í Garðabænum til að stöðva þessa krummamótmælendur?

Deila blæs út og fer hægar yfir með hverjum deginum er orðin sannkölluð Bumbulína.
Hvað haldið þið að þeir verði nú margir hvuttarnir ?????  Bíðum spennt.

Allt gekk sinn vana gang í hesthúsinu riðið út, járnað og snyrt.
Fyrirmyndarhestur dagsins var Skjöldur Huginsson jákvæður og námfús foli.

Á morgun verðum við gamla settið sennilega týnd þannig ef að þið sjáið okkur þá eru það ofsjónir.emoticon

Skúli hefur samt ekki týnst síðustu hálfa öld emoticon