19.01.2009 22:23

Við Perla og ,,snjóflóðið,,



Það var frábært veður í Hlíðinni í dag bara nokkuð hlýtt hægviðri og snjór. Sem sagt frábært útreiðaveður og skemmtilegt færi með snjó og ís á veginum.
Við Perla vinkona mín vorum einmitt að hugsa um hvað allt væri hreint og fallegt þegar við fórum framhjá hesthúsinu í dag. Vorum bara á rólegu feti og löngum taumi þegar við allt í einu heyrðum mikinn skruðning og læti. Perla ákvað að þarna væri á ferðinni ógurlegt snjóflóð sem best væri að forða (allavega) sér undan og líka knapanum ef að hann næði að fylgja með. Ósjálfráð viðbrögð og heppni gerðu það að verkum að þetta varð bara fín æfing af einhverskonar fljúgandi starti, þar sem hestur og knapi urðu samferða áfram. Ég veit samt ekki alveg hvernig en það er auka atriði þegar allt endar vel.
En snjóflóðið ógurlega var snjórinn sem sest hafði á þakið í nótt og var svo að bráðna í blíðunni í dag. Perla vildi bara vera viss.

Núna er hann Bassi okkar kominn í skóla. Jón Ben fékk hann lánaðan og er nú með hann í knapamerkjanámi á Hvanneyri. Þeir tóku smá æfingu hér heima áður en þeir fóru svona til að vera vissir um að þeir ættu samleið og stefndu að sama marki. Það er að verða ,,bestir,,emoticon æfingin gekk vel og nú vinna þeir bara saman að markmiðinu sínu.

Eins og þið vissuð þá var ég í Reykjavíkinni um helgina að reyna að finna góðan flokksformann. Það gekk nú aldeilis vel og nú eigum við í flokknum flottan formann já og flokksstjórn. Ungur og ferskur hópur sem hefur alla burði til að ná árangri. Leiðtogar annara flokka hafa pirrað sig í allan dag í fjölmiðlum og gert sitt besta til að finna eitthvað formanninum og flokknum til foráttu. Ég held að það fari svolítið í taugarnar á þeim hversu vel þetta flokksþing gekk. Þeim langar nú sumum að endurnýja hjá sér.  

Og ef þeir bara vissu hvað úrvalið var gott.