07.01.2009 22:41

Eftirlit og ormalyfsgjöf



Í gær var nóg um að vera eins og stundum áður hér í Hlíðinni.
Vaskir sveinar sem undanfarna daga hafa verið að moka skít úr tryppastíunum kláruðu það með glæsibrag um miðjan dag í gær. Að því loknu rákum við inn allt stóðið settum ormalyf í allan hópinn og skoðuðum ástand hvers og eins. Það gerum við þannig að eftir að við höfum rekið allan hópinn inní gerði þá rekum við fimm í einu inná gang í hesthúsinu. Þá er ormalyfinu smellt í þau og um leið metið holdafar og kannað hvort nokkur sé með hnjúska. Allt var í stakasta lagi og útlitið bara mjög gott. Við tókum inn nokkur hross og við það fylltist hesthúsið. Á morgun er svo stefnan tekin á Hóla með hestana sem Mummi ætlar að vera með þar. Þá kemur pláss sem sennilega fyllist aftur á föstudaginn.
Það var rok og dálítil rigning í dag nokkrir hestar voru járnaðir aðrir fengu trimm.
Svo kom hún Gróa okkar í heimsókn alltaf gaman að rifja upp skemmtilega tíma, tíma þegar að hún var heimalingur hjá okkur eins og hún segir sjálf.
Drengirnir voru greinilega ekki búnir að fá nóg eftir járningar dagsins og smelltu sér í körfubolta. Spurning um að láta þá járna aðeins meira á morgun svo að orkan fari ekki í eitthvað vafasamt sprikl.emoticon