24.09.2017 14:22
Það var ekki drunginn yfir þessum sveitungum mínum í Mýrdalsrétt enda réttir stórhátíðir bænda.
Lárus í Haukatungu og Kristbjörn á Hraunsmúla bara kátir.
Feðgarnir í Hraunholtum þeir Bjarki og Ásberg svipast um í réttinni.
Sigurður bóndi í Krossholti í léttri sveiflu enda átti hann margt í réttinni.
Þessi dalafrú hún Fjóla á Kringlu var mætt til að gera skil fyrir dalamenn.
Alveg eins og bóndinn hennar hann Arnar á Kringlu.
Helga og Ásbjörn í Haukatungu líta yfir hópinn.
Frændurnir Albert á Heggstöðum og Andrés í Ystu Görðum í kappdrætti.
Halldís á Bíldhóli og Sesselja í Haukatungu ræða málin.
Jón í Kolviðarnesi var líka mættur.
Ásbjörn í Haukatungu og Hraunholtafjölskyldan ræða málin.
Þorkell sauðfjárbóndi í Borgarnesi og Sigurður í Krossholti spjalla en Albert á Heggsstaöðum grípur bara um höfuðið.
Spurning hvert umræðuefnið hefur verið ?????'
Gaman við réttarvegginn.
Feðgarnir Lárus og Arnþór í Haukatungu.
Albert, Þorkell, Sigurður, Bogi og Ásbjörn taka stöðuna.
Frændurnir Mummi og Jónas á Jörfa taka létt spjall, ætli það sé um pólutík ???
Þessi unga dama vafði Gísla hreppstjóra um fingur sér og lagði mömmu sinni lífsreglurnar.
Spekingar spjalla, Sveinbjörn og Sigmundur í Miðgörðum ræða málin.
Halldís á Bíldhóli og Emilía Matthildur í sannkölluðu réttarstuði.
Og þá er að koma öllu fé á farartæki og halda heim.
Samstarfsverkefni af bestu gerð og allt gekk eins og best var á kosið.
Þar með var fyrstu lotu í smala og réttastússi haustsins lokið.
Hér fyrir neðan er samantekt frá fjörinu endilega rennið niður síðuna og lítið á hina dagana.
Mikið af myndum sem teknar voru alla vikuna.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
22.09.2017 08:53
Eftir fjörugt réttarpartý, glens og gleði vaknar þessi dýrmæti hópur snillinga með bros á vör.
Já það var létt yfir mönnum og málleysingjum þennan sunnudaginn enda upprunninn Fjallreiðarsunnudagur.
Eins og þið komið til með að sjá hér fyrir neðan þá erum við svo ljónheppin að fá fullt af góðu fólki til að hjálpa okkur í réttunum.
Sennilega hefur aldrei verið fleira fé sem rekið var inn hér í Hlíðinni þennan sunnudag, eitthvað á þriðja þúsundið.
Ókunnugt fé var með allra flesta móti eða tæplega 800 stykki, stór hluti af því var keyrður í Mýrdalsrétt.
Við notum rekstrargang í sem allra mest en þó er vaksur hópur sem dregur einnig inn í hús þar sem plássið var af skornum skammti.
Bæði fjáhúsin full, reiðsvæðið í hlöðunni og þrjú stór réttarhólf. Fyrst er allt ókunnugt fé tekið frá, því næst rollur frá okkur og síðast lömb sem skipt er uppí hrúta og gimbrar. Þetta auðveldar mikið eftirleikinn þ.e.a.s þegar við förum að vigta lömbin og merkja til lífs eða norðurferðar.
Við tókum frá 551 sláturlamb sem brunuðu svo í Skagafjörðinn á þriðjudagsmorgni.
Þess skal getið að ég var mjög ánægð með bæði vigt og flokkun á þessum fyrsta hópi haustsins.
Allt þetta fjör gekk ljómandi vel með hópi af harðsvíruðu liði sem veit nákvæmlega hvað stendur til. Síðasta lambið fór í vigtina um klukkan 2.30 um nóttina og þá var ekkert eftir nema skreppa í ,,kvöld,, kaffi í það efra til Stellu.
Á mánudaginn voru sláturlömbin sett út til að fylla sig fyrir norðurferðina á þriðjudaginn. Við vorum svo heppin að sumir réttargestirnir fóru ekki fyrr en á mánudag svo að við fengum aðstoð við innreksturinn. Síðan slepptum við rollunum á túnið inní hlíð en lömbin sem eftir voru fóru á Steinholtið.
En nánar um þetta allt hér í myndum.
Þarna má sjá fyrirstöðuna sem biður þess að verja suður vænginn.
Þessi hafði heila gröfu til að verjast, já Hrannar er svo lágvær að það veitir ekki af :)
Á fullri ferð í fjörið.
Jói sauður að taka örugga forystu...........jafnvel þó að heill reiðhallargrunnur sé kominn á veginn.
Það þéttast raðirnar.
Vinkonur í 100 ár en þó ennþá bara bráðungar.................... verknámsbóndinn og verkneminn árgerð 1997.
|
|
Sætar mæðgur og dóttirinn að verða stærri en mamman.
Erla og Guðný Dís voru rollukellur þennan daginn.
Flottir feðgar og drengurinn er líka að verða stærri en pabbinn.
Kolli og Haldór voru aðalfluttnings gaurarnir þetta árið eins og þaú síðustu.
Júlíana að taka stöðuna í réttinni.
Uppselt á vagninn, ekki fleiri með í þessari ferð.
Þessir strákar mættir í atið Sveinbjörn og Hörður Ívarsson.
|
|
|
Húsfreyjan á sveifinni við rekstrarganginn var tekin í símanum................
En það voru engar kindur ákkúrat þá.....................
|
|
|
|
|
|
|
Þessi voru dugleg að draga hér er bara biðröð í dyrnar.
Kellur í krapinu sko.
Kristín Ingólfsdóttir og Sæunn Steinabóndi ræða málin.
|
|
|
|
Þessar voru hressar í réttunum en önnur svolítið snúin.......................
En það tókst að rétta hana við................ og þarna er Steinabóndinn kominn í hörku stuð.
Og sjáið hún rígheldur sér sennilega dauðhraædd um að ég vellti henni í rekstraganginn.
Garðabæjargaurarnir voru hressir og drógu fé af miklum krafti.
Jonni og Sveinbjörn alveg með þetta.
Þessir voru líka brattir...............já og sumir bara komnir á stuttermabolinn.
Hjörtur og Magnús brosmildir að vanda.
,,Á grundinni við réttarveginn ganga þau í dans, og Gunna stígur jitterbugg, en Jónki Óla skans,,
Nei það var aðeins of langt út á tún............ svo að þessi stukku ekki í dans þarna.
En voru við réttarveginn samt.
Já já glenna sig smá fyrir ljósmyndarann........... áttum öll sömu ömmuna og afann.
|
|
Þessar eru svolítið sætar, Elvan og Freyja íslendingur.
Kinda vinkonur Emilía Matthildur og Þóranna.
|
|
|
|
|
|
Hann Ruben fylgdi okkur alla dagana og myndaði okkur í bak og fyrir bæði með myndavél og dróna.
Spurnign hvort það verður hópferð til Hollywood ?????
Matar og kaffitímar eru tilvaldir til að ræða heimsmálin ja nú eða bara nýjustu fréttir úr hestaheiminum.
Erla og Mummi í alvarlegu deildinni.
Þessar eðaldömur eru alvöru þegar kemur að fjárstússi, jafnt sauðburði sem réttum.
Björg og Þóra sennilega að skoða mynd af Vökustaur.
Kapparnir Maron og Hallur slaka á eftir kjötsúpuna.
Líka Björg og Hjörtur.
Jonni og Erla eru hörku sauðfjárbændur þegar þörf er á hér í Hlíðinni enda konan bændaskólagengin í baka og fyrir.
Já ekki bara Hóla hesta heldur líka Hvanneyrar búvísinda. Jonni getur allt svo það þarf ekkert að ræða það.
Taka sig bara asskoti vel út með hrússa á milli sín.
Þetta eru dyraverðir númer eitt sko............báðar.
Já mér kæmi það ekki til hugar að reyna að komast framhjá þessum ef þær eru í ham.
Kennari og þroskaþjálfi ................ nei reyni ekki að ráða við þær.
Það er alveg klárt hver er vinsælastur af öllu sauðfé hér í Hlíðinni, já þó víðar væri leitað.
Vökustaur á aðdáendur í löngum bunum,hér sjáið þið smá brot af þeim.
Á kindavinsældarlistanum blokkar hann sæti 1-50 og gefur ekkert eftir.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
21.09.2017 18:13
Laugardagurinn var dagurinn sem rigndi og það mikið.
Við fórum í Vörðufellsrétt þar sem við gerðum okkar skil og heimtum góðan fjölda fjár.
Já eftir blíðu í þrjá smaladaga kom hressileg gusa.
Um kvöldið var svo smellt í góða réttargleði með söng og tilheyrandi.
Við erum svo ljónheppin að þekkja snildar gítarspilara sem halda uppi fjörinu.
Hér eru Hjörtur og Mummi í léttri sveiflu, vantar bara hljóð á þessa mynd.
Hugleiðing á réttarkvöldi.
Þessi gítarleikari er orðinn fastagestur í réttarfjörinu og gaf ekkert eftir þetta árið.
Mikið sem ég er ánægð með hana frænku mína að skaffa svona Eyja peyja í partýið.
Það var upplifun hjá þessum elskum að vera í réttarfjörinu, Becký hefur reyndar verið hjá okkur áður í réttum en ekki Ruben.
Þessar mæðgur mættu að sjálfsögðu eins og Magnús frændi minn.
Skál í boðinu............. Brá og Þóra hressar.
Hér eru ,,eldhúsdagsumræður,, í gangi að sjálfsögðu við eldhúsborðið.
Þessir fastagestir mættu að sjálfsögðu, Jonni og frændur mínir þeir Jói og Einar.
Þeir mættu feskir úr leit í Eyjahreppnum og voru bara kátir.
Það var þétt setinn bekkurinn og tekið á því í söngnum.
Það var lagið...................
Gaman saman.
Hrefna Rós var vinsæl hjá bleiku deildinni og síminn maður síminn.........
Garðabæjargellurnar í stuði.
........og enn meira stuð.
Frænkur að syngja og hafa gaman.
Í syngjandi sveiflu eins og Geirmundur...........
Og meira fjör.
Þóranna og Auður í gírnum.
Krúttleg mæðgin.
Það hafa ekki allir farið heim í sínum skóm síðustu ár.........
Svartir klossarnúmer 30, rauðir háhæla númer 36 eða gúmítúttur númer 46.
Hvað er það á milli vina ????
Gott stuð, góður svefn og frábær dagur sem kom svolítið snemma.
Takk fyrir stuðið.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
20.09.2017 10:08
Áður en við leggju í hann er alltaf tekið smá snarl í ,,því efra,,
Haukur Skáneyjarbóndi og Sveinbjörn slaka á fyrir fjörið.
Lóa og Hrannar taka stöðuna.
Bræðurnir ræða málin og skipuleggja smalafjörið.
Halldór brunaði að norðan á milli mjalta og messu til að aðstoða okkur við smalamennskurnar.
Brá og Maron í góðum gír.
Þetta er hún Becký okkar og Ruben sem mættu til okkar nýgift og flott.
Þau komu til að vera með okkur í réttunum og Ruben fylgdi okkur í marga daga með myndavélar og dróna.
Nú bíðum við bara eftir því að verða frægar kvikmyndastjörnur.
Þessi voru kát og hress með daginn og allt liðið sem mætti til okkar.
Já Stella og Hallur klikka ekki.
Þessar báru hitann og þungan af eldhússtörfunum um réttirnar.
Já það var sveifla á Þórönnu og Stellu í eldhúsinu.
Dalamenn smala alltaf á móti okkur að norðan verðu sem mér finnst snildar fyrirkomulag.
Hressir og kátir að vanda.
Haukur og Halldór eru gott ,,par,, með okkur að sunnanverðu
Þetta er kökumeistarar réttanna......... hvernig sem á það er litið.
Hrannar og Haukur í sögustund.
Þessi er sprækur smali.
Ein mynd á ári af þeim bræðrum sem standa í þeirri meiningu að þeir bara yngist.
.............og þarna ræða þeir hversu mikið.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
19.09.2017 23:49
Það er fátt sem jafnast á við góðan dag á fjöllum, sérstaklega þegar góður félagsskapur er í boði.
Já og blíðan krakkar alveg dásemdin ein. Á meðfylgjandi mynd erum við Hlíð mín að líta yfir dalinn.
Við hér í Hlíðinni erum svo einstaklega heppin að við fáum fjöldan allan af vöskum smölum til að hjálpa okkur við leitirnar.
Það var því fríður flokkur sem fór til fjalla í blíðunni þann 15 september.
Smalamennskan gekk mjög vel og var hald bæði manna og kvenna að sjaldan hefði komið eins margt fé úr Hafurstaðafjalli.
Þarna er einn af mínum uppáhaldsstöðum í fjallinu, urðirnar fyrir neðan Naustaskörðin.
Fyrir miðri mynd er grasbali þar sem fallegur lækur rennur þar er dásamlegt að stoppa og njóta.
Rétt fyrir ofan þennan stað er gamalt tófugreni þar sem lágfóta hefur gjarnan hreiðrað um sig í.
Brá og Fannar voru ekki langt undan en þarna erum við að bíða eftir smölunum sem voru að renna sér innúr Paradísinni.
Við Hlíð erum alveg sammála um að fjallið er góður staður sem gott er að vera á.
Hún er aldeilis góður ferðafélagið jafnt á fjörunum sem uppí fjalli.
Austururðirnar buðu uppá krækiber af bestu gerð og svolítið af bláberjum.
En fyrst og fremst buðu þær uppá yndilega blíðu og flott útsýni.
Það er nefninlega ekki vel séð að fara á berjamó í leitunum.
Þarna erum við að koma niður Djúpadalinn og farin að sjá niður á Hlíðarvatnið.
Geirhjúkurinn húkkti á sínum stað og lét sér fátt um finnast.
Mér finnst hann alltaf svo munaðarlaus frá þessu sjónarhorni.
Strákarnir voru eitthvað að bera það uppá okkur Brá að við hefðum lagt okkur í sólbað.
Það er náttúrulega ekki satt...............en við nutum okkar vel í sólinni.
Góður og fallegur dagur í frábærum félagsskap.
Mannlífsmyndir þessa dags koma aðeins seinna............
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
15.09.2017 00:26
Fjörið er hafið og allt að gerast í smalamennskum og kindafjöri.
Eins og meðfylgjandi mynd sýnir þá varð gleðifundur af bestu gerð þegar húsfreyjan og uppáhaldið hittust í réttunum.
Já það er stundum gaman að vera sauðfjárbóndi og þá er um að gera að njóta þess.
Hún Ponsa frá Eysteinseyri hefur heldur betur staðið í ströngu síðustu daga.
Þarna er hún að leggja af stað í Oddastaðafjallið.
Þessir vösku sveinar fóru að ,,innan verðu,,
Skipuleg skipulagning.
Klettaklifur.
Smala og smala.............
Hraunholtabóndinn var hress og kátur með Skjóna sínum.
Og þessi var á góðri leið með að tapa í Tangana ................... eða ekki.
Feðgarnir Halldór og Kolbeinn að fikara sig niður á við.
Hlíðarsmölun.
Og allt komið heim á tún og hliðinu lokað.
Nánari umfjöllun um smalamennsku síðustu daga er væntanleg þegar tími gefst til.
Og þá er það aðal á morgun.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
11.09.2017 21:24
Með sól í hjarta, dágóðan slatta af heimskulegri bjartsýni og taumlausri aðdáun að íslensku sauðkindinni mætti ég í fyrstu rétt haustins.
Já sólin brosti við bændum og búaliði í Skarðsrétt þennan fallega mánudag.
Réttirnar eru bændahátíðir af bestu gerð og því fær ekkert breytt jafnvel ekki lækkandi verð og leiðindi.
Mannlífið var með albesta móti og þarna voru samankomnir fulltrúar hinna ýmsu stétta.
Bændur, tamningamenn, kjötiðnaðarmenn, kennarar, sjúkraþjálfarar, forstjórar, dýralæknar, prestar, já og vísindamenn.
Réttirnar eru lífið.
Þessir voru spekingslegir við réttarvegginn, Sigurberur, Haukur, Steini og Ólafur.
Það er árviss viðburður að mynda þessar flottu mæðgur í Skarðsrétt.
Sætar og brosandi eins og ævinlega.
Já og hann Stebbi var að sjálfsögðu mættur og auðvita var smellt í eina með honum líka.
Þessar voru nágrannar í Borgarhreppnum fyrir stuttu síðan.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Og fleiri Borghreppingar.
|
|
Heiðurshjónin í Laxholti á tali við f.v nágranna sinn hann Benna Líndal.
Þorgeir niðursokkinn í rollubókhaldið.................
Réttarveggurinn er málið............. Alli og Skúli ræða málin.
Þessi voru kampakát eins og vera ber í réttunum, feðginin í Rauðanesi.
Þorgeir að temja eina móflekkótta..........ætli hún fari í fyrstu verðlaun ????
Fjárbændur á Tungulæk voru að sjálfsögðu mættir í réttirnar.
Maron að draga á meðan húsfreyjan tekur myndir.....
Guðrún Fjeldsted er réttarstjórinn en hér er frúin upptekin í símanum.
Þessi er alltaf svo brosmild og að sjálfsögðu í réttunum.
Vísindamenn koma að sjálfsögðu í réttir hvað annað ?
Hugað að safninu.
Sveitungar ræða málin.
Jóhannes á Vogalæk var mættur með Jóhanni Grenjabónda í réttirnar.
Réttarspjall.
Steini og fjölskylda að spá í málin...................
Beigaldabóndinn með einn gráan.
Vísindamaður og tamningamaður..........er það ekki það sama ??
..........jú ég held það.
Mæðgin mætt í réttir.
Hann Bjössi í Bóndhól á margar fallegar mórur þarna er hann með eina.
Vá hvað Torfi er þungt hugsi................
Unnsteinn með mókollu.
Þessi var skilamaður úr Dalasýslu, Skarðabóndinn þungt hugsi.
Sumir eru ungir og efnilegir.
Brekkuhjónin líta yfir hópinn.
Ömmur eru góðir ferðafélagar í réttum, það fór vel á með þessum enda á heimaslóðum.
Réttarlíf.
Ingimundur var að sjálfsögðu mættur til að heimta sínar kindur.
Allt að verða búið og bara eftir að draga upp örfáar kindur.
Margir kallar fátt fé.......................
.........og allt að verða búið í réttinni þennan daginn.
Jónas í Rauðanesi lítur eftir að allt fari vel fram í réttinni.
Framundan er vika af stanslausu kindafjöri vonandi hef ég það af að smella inn fleiri myndum á næstu dögum.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
07.09.2017 22:23
Þeir voru ansi hátt uppi í dag þessir kappar og voru bara nokkuð ánægðir með það.
Þetta var dagurinn sem að timbrið í reiðhöllina kom hingað í Hlíðina.
Grunnurinn er tilbúinn en það verður aðeins bið eftir að húsið sjálft kom en það er væntanlegt síðar í mánuðinum.
|
|
Skúli og Maron báru við bláan himinn þegar ég smellti af þeim mynd.
Voru eitthvað að spá í glímu en hættu sem betur fer við enda ekki alveg á jörðinni.
Brosmildir í sólinni.
Og timbrið sveif af bílnum með smá aðstoð manna og gröfu.
Þokkalegur stafli sem vonandi fer vel í húsinu.
Svona lítur grunnurinn út og nú er bara að bíða eftir húsinu.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir