Færslur: 2023 Ágúst

25.08.2023 21:50

Réttafjörið í Hlíðinni árið 2023.

 

 

 

 

Eftir vont vor og vafasamt sumar er haustið handan við hornið, skemmtilegur tími ef að vel viðrar.

Ég er sannfærð um að það verður haust hamingjunnar hef reynar ekkert fyrir mér í því en stundum rætist það sem maður vonar.

Fé er farið að koma mikið niður og hópast heim að girðingu, sennilega eru það úrkomuleysið sem gerir það að verkum. Það er allavega ekki kulda eða roki um að kenna eins og stundum hefur verið í boði á þessum tíma. Já og vel á minnst Geirhnjúkur hefur enn gekki fengið éljaskraut þetta sumarið.

Eins og undanfarin ár ætla ég að deila hér upplýsingum um það hvernig réttarfjörið hér í Hlíðinni mun fara fram.

 

Miðvikudagur 13 september, smalað inní Hlíð og útá Hlíð.

Fimmtudagur 14 september, smalað á Oddastöðum og rekið inn hér heima.

Föstudagur 15 september, smalað Hlíðar og Hafursstaðaland.

Laugardagur 16 september, Vörðufellsrétt og síðan safnið hér heima rekið inn.

Sunnudagur 17 september, vigtað og dregið í sundur einnig er Mýrdalsrétt.

Mánudagur 18 september, sláturlömb rekin inn.

Þriðjudagur 19 september, slátulömb sótt.

Ýmislegt annað er í boði fyrir þá sem eru áhugasamir um rollufjör og geta þeir tekið spjall til að fá nánari upplýsingar.

Við höfum verið ljónheppin og fengið vaska sveit til að hjálpa okkur í rollufjörinu undanfarin ár. Vonandi verður það þannig áfram.

Hlakka til að sjá ykkur öll lofa stuði ot stemmara.

 

  • 1