Færslur: 2018 Nóvember

30.11.2018 22:50

Hoppandi...............

 

Þau eru nokkur stökkin sem við hér í Hlíðinni höfum tekið síðustu misserin.

Eins og myndin ber með sér þá er hann Símon minn enginn undantekning þar á.

Þetta flott stökk náðist á mynd einn góðan dag í sumar og er sambland af hormónum og hamingju.

Hormónum sem kjörið er að nýta á fallegum og góðum degi með dass af hamingju og stuði.

Söng ekki Bubbi sumarið er tíminn ??? Símon hefur örugglega heyrt það.

 

Annars gengur allt sinn vana gang þessa dagana hjá okkur í Hlíðinni.  Tamningar og hestastúss með smá rolluívafi.

Mörg spennandi tryppi í frumtamningu og lengra komin í söluþjálfun.

Það er alveg ástæða til bjartsýni þegar unnið er með svona skemmtilegan hóp.

Jákvæðni, bjartsýni og falleg framkoma er mikils virði nú sem endra nær.

Flest þessara tryppa geta státað af þessu öll, meira en hægt er að segja um alla.

 

 

 

En það eru líka nokkrar uppáhalds enn í fríi og njóta þess. Auðséð og Hafgola eru þar á meðal.

Mummi smellti sér um síðustu helgi út til Danmerkur og hitt þar nokkra úrvals nemendur.   

Hann hefur verið þónokkuð á ferðinni þetta árið eins og svo sem nokkur önnur.

Góðir gestir koma í gistihúsin og taka gjarnan reiðtíma á meðan þeir stoppa.

Við erum afar ánægð með það hvernig þetta virkar allt saman og vonum auðvita að á því verði framhald.

En við gerðum fleira t.d brunuðum við einn daginn í dalina til að sækja hann Dúr Snekkju og Konsertsson. 

Hann eyddi sumrinu í vellystingum á Lambastöðum með hryssum sér til dægrastyttingar.

 

 

 

Þarna er Dóra Lambastaðabóndi með Perlu Gustsdóttur.

 

 

 

...........og Klöru Hlynsdóttur en báðar þessar hryssur voru með folöld undan Kafteini Ölnirssyni.

 

 

 

Við hittum fleiri í þessari dalaferð okkar. Þessi heiðurhjón á Bíldhóli voru að smala þegar við fóru framhjá.

Já það er alltaf gaman að taka sér ferð í dalina skoða hross og hitta skemmtilegt fólk.

 

 

 

Eina góða helgi í haust vera rokið til að smíða grindverkið innan á reiðhöllina.

Á þessari mynd eru spýturnar aðeins blautar svo að ég verð að taka aðra mynd fljóttlega til að sýna ykkur.

 

 

 

Eins og oft áður fengum við ómetanlega hjálp við verkefnið en Atli og Elfa mættu galvösk úr Ólafsvíkinni.

Hér má sjá hluta þeirra sem að verkinu komu.

Takk fyrir hjálpina.

 

 

 

 

 

 

21.11.2018 22:36

Gleðidagur.

 

 

Það var einstaklega gaman að fara á úthlutunarhátíð Uppbyggingasjóðs Vesturlands í dag.

Þangað fór ég sem fulltrúi okkar hér í Hlíðinni til að taka á móti styrk úr sjóðnum.

Á meðfylgjandi mynd eru fulltrúar þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem styrki hlutu úr sjóðnum.

 

 

 

Við hér í Hlíðinni höfum staðið í mikilli uppbyggingu og erum alls ekki hætt.

Þessi styrkur var því ágætis hvatning til frekari framkvæmda.

 

 

 

Við Ólöf Guðmundsdóttir vorum lengi sessunautar í Sparisjóði Mýrasýslu.

Það var fyrir örfáum árum....................

Hér eum við aftur á móti kátar með okkar nýjasta samstarf og afraksturs þess.

 

 

 

Já það var alveg ljóst að frúin var frekar sátt og hér er hún í ágætis gervi trúðs.

Takk fyrir myndina Svala Svavarsdóttir.

 

 

 

 

  • 1